Erlent

Google myndar topplausa konu í sólbaði
Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá.

Hraðahindranir alvarlegt heilbrigðisvandamál
Hraðahindranir fara illa með strætisvagnabílstjóra og eiga margir þeirra við bakmeiðsli að stíða af þeirra sökum.

Haldið og pyntuð í níu daga
Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt.

Skotinn til bana með loftriffli
Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur.

Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu
Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns.

Engan dónaskap hér
Megan Coulter, sem er 13 ára gömul var látin sitja eftir í skólanum í tvo daga fyrir að knúsa bekkjarfélaga sinn.

Það má víst segja negri
Lögreglustjórinn í Tromsö, í Noregi, hefur verið gagnrýndur fyrir að segja mönnum sínum að það sé í lagi að nota orðið negri.

Jarðhræringar í Yellowstone
Bráðið hraun virðist vera að ýta upp leifunum af fornu eldfjalli í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjumum.

Rukkun fyrir þyrlubjörgun
Portúgalski flugherinn hefur rukkað fiskimann um eina komma tvær milljónir króna fyrir að bjarga honum af bát sínum þegar hann fékk botlangakast.

Finna rækjur til ?
Írskur líffræðingur heldur því fram að rækjur og önnur skeldýr finni til sársauka ef þau eru soðin lifandi.

Þetta var ekki fyndið
Sænsk sjónvarpskona hefur verið dæmd í 200 þúsund króna sekt fyrir að sprauta vatni framan í Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra, og börn hans.

Kúrdar ljá máls á að leggja niður vopn
Skæruliðar hins svokallaða Kúrdiska verkamannaflokks segjast reiðubúnir að hefja samningaviðræður sem gætu orðið til þess að þeir legðu niður vopn.

Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði
Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja.

Sólböð hægja á öldrun
Sólböð geta seinkað öldrun um allt að fimm ár, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bretlandi.

Skipasmíðastöð Walesa seld
Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi.

Tony Blair tekur kaþólska trú
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands mun taka kaþólska trú, líklega fyrir lok þessa mánaðar.

Þrír nazistar fengu lífstíðar fangelsi
Hæstiréttur Ítalíu staðfesti í dag lífstíðar fangelsisdóm yfir þrem foringjum í SS sveitum nazista sem myrtu 560 íbúa þorpsins Sant 'Anna di Stazzema í Toscana héraði.

Nýtt leikrit eftir Havel
Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel, fyrrverandi forseta Tékklands kemur í bókabúðir síðar í þessum mánuði.

Múslimaklerkur rekinn frá Noregi
Hæstiréttur Noregs staðfesti í dag að hinum herskáa múslimaklerki Mullah Krekar skuli vísað úr landi.

10 boðorð mafíunnar
Þegar mafíuforinginn Salvatore Lo Piccolo var handtekinn á Sikiley á mánudag fundu lögreglumennirnir vélritað blað þar sem á voru hin tíu boðorð mafíunnar.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi
Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi.

Olíuverðið á niðurleið
Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni.

Belgía að klofna
Stjórnarkreppan í Belgíu dýpkaði enn í dag þegar Vallónar stormuðu út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir.

Bandarískt herskip skaut niður árásareldflaugar
Bandarískt herskip skaut í dag niður tvær eldflaugar í 160 kílómetra hæð yfir Kyrrahafi.

Allir oní skúffu
Þegar Alastair Gibson listmunafræðingur hjá Southebys heyrði konu segja; "Ég á svona vasa," varð hann forvitinn og gaf sig á tal við hana.

Breskur ráðherra segir af sér -til að keyra kappakstursbíla
Ráðherra í breska varnarmálaráðuneytinu hefur sagt af sér til þess að fara að keyra kappakstursbíla.

Myndband af finnska morðingjanum að æfa sig
Finnski pilturinn sem gekk berserksgang í skóla sínum í dag skaut átta manns til bana og særði fjölmarga.

Umsátrinu í Finnlandi lokið -sjö sagðir fallnir
Umsátrinu um finnska skólann þar sem 18 ára nemandi hóf skothríð í miðjum tíma, er lokið.

Aðgerðin vel heppnuð
Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar.

Mótmæli ef neyðarlög ekki afnumin
Stjórnarandstæðingar í Pakistan köstuðu í morgun niður stríðshanskanum og skoruð á Musharraf forseta landsins að afnema neyðarlög sem hann setti um síðustu helgi. Umfangsmikil mótmæli verða boðuð á næsta þriðjudag gangi hann ekki að kröfunni.