Erlent

Fréttamynd

Allt bandarískir vísindamenn

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í lífeðlis- og læknisfræði og í efnafræði í ár fara til alls fimm bandarískra vísindamanna.

Erlent
Fréttamynd

Segir af sér og fer í áfengismeðferð

Tekið er að hitna undir Denis Hastert, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vegna gagnrýni eigin flokksmanna á hvernig hann hefur tekið á hneykslismáli þingmannsins Marks Foley.

Erlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir tugi tilræða

Öryggismálayfirvöld í Evrópu hafa komið upp um og í veg fyrir 30 til 40 hryðjuverkatilræði í álfunni á síðustu fimm árum, eða frá 11. september 2001. Frá þessu greindi Jörn Holme, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bush vill banna botnvörpu

George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti sér í gær gegn botnvörpuveiðum, sem og öðrum veiðum. Tilkynning Bandaríkjaforseta barst daginn fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað verður um hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum.

Erlent
Fréttamynd

Brugðist við hótunum Norður-Kóreu

Kína og Bandaríkin vilja að farið verði með gát að Norður-Kóreu, en Japanar vilja tafarlaus afskipti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kóreumenn ætla að prófa kjarnavopn á næstunni, en engin dagsetning hefur verið tilkynnt.

Erlent
Fréttamynd

Sætir frekari ásökunum

Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, neitaði í gær að útskýra hvernig honum hefði tekist að leggja fyrir sem samsvarar rúmum fimm milljónum íslenskra króna árið 1993 án þess að vera með bankareikning.

Erlent
Fréttamynd

Skáru upp í þyngdarleysi

Fyrsta skurðaðgerðin á manneskju í þyngdarleysi var gerð í síðustu viku. Þykir hún mikið afrek og vera góðs viti fyrir læknavísindi framtíðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Mikið fylgistap stjórnarflokksins

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Póllandi, frjálslyndi hægriflokkurinn Borgaravettvangur, nýtur mikils fylgisforskots á aðalstjórnarflokkinn, Lög og réttlæti sem er flokkur þjóðernisíhaldsmanna. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana í Póllandi.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa haft mök við lík

Nýtt dómsmál, þar sem maður er sakaður um að hafa haft mök við lík konu, vekur nú gríðarlega athygli í Svíþjóð enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur fyrir sænska dómstóla, segir í Dagens Nyheter. Maðurinn, sem áður var kirkjuvörður í Västmanland, er 43 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla í liði með dauðasveitum

Liðsmenn í íraskir lögreglusveit hafa verið leystir tímabundið frá störfum, allir sem einn, og sendir aftur í þjálfun. Þeir hafa verið sakaðir um að láta ódæði dauðasveita í landinu átölulaus. Mennirnir voru sendir heim eftir að vopnaðir menn rændu nærri 40 manns í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni. Nokkrir þeirra sem rænt var féllu síðan fyrir hendi mannræningja sinn.

Erlent
Fréttamynd

4 bandarískir hermenn féllu í Írak

Fjórir bandarískir hermenn féllu í árás nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem mannskæð árás er gerð á hersveitir Bandaríkjamanna nærri höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Myrti aldraða sjúklinga

Fyrrverandi hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í Texas í Bandaríkjunum gekkst við því fyrir dómi í dag að hafa myrt 10 aldraða sjúklinga í hennar umsjá fyrir nærri sex árum.

Erlent
Fréttamynd

Hleranir áfram leyfðar

Bandarísk stjórnvöld geta áfram stundað hleranir án sérstakrar heimildar á meðan áfrýjun bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna banns á þeim hefur ekki verið tekin fyrir. Þetta var niðurstaða áfrýjunarréttar í Cincinnati í dag.

Erlent
Fréttamynd

Telur ekki hættu á stríðsátökum

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur enga hættu á því að til stríðsátaka komi milli Rússa og Georgíumanna vegna deilna ríkjanna síðustu vikur. Hann hvetur þó deilendur til að gæta hófsemi og sýna stillingu.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í Pakistan

Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist.

Erlent
Fréttamynd

Taka Íslendinga til fyrirmyndar

Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

IRA sagður skaðlaus

Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Barist í Nígeríu

Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu

Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðum bílarisa slitið

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný leið til þess að ræna flugvél

Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir?

Erlent
Fréttamynd

Hluthafar BAE styðja sölu til EADS

Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum vöxtum

Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði.

Viðskipti erlent