George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti sér í gær gegn botnvörpuveiðum, sem og öðrum veiðum. Tilkynning Bandaríkjaforseta barst daginn fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað verður um hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum.
Umhverfisverndarsinnar hafa löngum haft horn í síðu þessara veiða, sem íslenskir togarar stunda gjarnan. Það má líkja þessari veiðiaðferð við að höggva niður öll trén í skóginum til þess að ná íkorna, ssegir Joshua Reichert, talsmaður náttúruverndarsamtakanna Pew Charitable Trust.
Íslendingar mótmæla banninu, ásamt Rússum og Spánverjum.