Erlendar Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum. Fótbolti 9.11.2006 18:28 Sissoko verður frá í þrjá mánuði Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur greint frá því að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í þrjá mánuði eftir að hann fór úr axlarlið í leik gegn Birmingham í gærkvöld. Sissoko fer í aðgerð vegna meiðsla sinna í næstu viku og hefur Rafa Benitez þegar lýst yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi fjarveru þessa duglega leikmanns sem spilar flesta leiki með liðinu. Enski boltinn 9.11.2006 18:20 Orðinn leiður á ásökunum um leikaraskap Enski landsliðsmaðurinn Andy Johnson hjá Everton segist vera orðinn leiður á því að vera sakaður um leikaraskap í vítateigum andstæðinganna og segist vísvitandi vera búinn að breyta leikstíl sínum til að reyna að afsanna það orðspor sem hann hefur skyndilega fengið á sig í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9.11.2006 16:53 Forssell í hnéuppskurð Lið Birmingham í ensku 1. deildinni verður án finnska framherjans Mikael Forssell næstu þrjá mánuðina eða svo eftir að hann fór í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta er ekki sama hné og hélt honum frá keppni í átta mánuði fyrir tveimur árum, en það er líklega það eina sem forráðamenn Birmingham geta huggað sig við í dag. Enski boltinn 9.11.2006 16:47 Kenyon Martin þarf í uppskurð Meiðslavandræði Denver Nuggets í NBA deildinni virðast engan endi ætla að taka og í gær kom í ljós að framherjinn Kenyon Martin þarf enn og aftur í uppskurð á hné og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur til keppni. Martin fór í uppskurð á vinstra hné fyrir rúmu ári, en að þessu sinni er það hægra hnéð sem gaf sig. Körfubolti 9.11.2006 15:17 Benitez vill fara til Ítalíu Breska dagblaðið Sun hefur það eftir umboðsmanni Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, að Rafa hafi mikinn áhuga á því að þjálfa á Ítalíu því knattspyrnan þar í landi henti hans leikstíl best. Enski boltinn 9.11.2006 15:35 Hedman til reynslu hjá Chelsea Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið fyrrum landsliðsmarkvörð Svía, Magnus Hedman, til reynslu hjá félaginu í kjölfar meiðsla Petr Cech. Hedman lék áður með skoska liðinu Celtic auk þess sem hann spilaði með Coventy á Englandi. Hann er 33 ára gamall, en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Enski boltinn 9.11.2006 15:24 Stórleikur Oberto tryggði San Antonio sigur Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Körfubolti 9.11.2006 14:53 Knattspyrnusambandið rannsakar meint veðmál Enska knattspyrnusambandið ætlar að hefja formlega rannsókn í kjölfar þess að fyrrum starfsmaður hjá veðmangarafyrirtækinu Victor Chandler hélt því fram að fleiri en einn knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni stundaði að veðja á úrslit leikja í deildinni, en slíkt er með öllu óheimilt. Enski boltinn 9.11.2006 14:43 McFadden neitar sökum Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll var enn og aftur í sviðsljósinu í gær þegar hann vísaði James McFadden hjá Everton af velli eftir aðeins 19 mínútur í bikarleiknum gegn Arsenal í gærkvöld. Poll gaf þá skýringu að McFadden hafi brúkað munn við sig, en leikmaðurinn vísar því alfarið á bug. Enski boltinn 9.11.2006 14:33 Enn meiðist Martin Laursen Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa verður frá keppni í nokkurn tíma eftir að hafa þurft að fara meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea í gær. Laursen hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða allar götur síðan hann gekk í raðir enska liðsins árið 2004. Leikmaðurinn sjálfur segir meiðslin ekki alvarleg, en Villa missti Gareth Barry einnig í meiðsli í gær. Enski boltinn 9.11.2006 14:28 Freddy Adu verður til reynslu hjá United Manchester United er nú í viðræðum við bandaríska úrvalsdeildarliðið DC United um að fá framherjann efnilega Freddy Adu til reynslu í þessum mánuði. Adu þessi er aðeins 17 ára gamall og talinn mikið efni. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og talið er að félögin muni jafnvel gera kauptilboð í hann í janúar. Enski boltinn 9.11.2006 14:23 Sissoko frá í mánuð Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleiknum gegn Birmingham í gærkvöldi. Sissoko er landsliðsmaður Malí og hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli síðan hann gekk í raðir Liverpool. Enski boltinn 9.11.2006 14:16 Sacramento - Detroit í beinni Leikur Sacramento Kings og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf fjögur í nótt. Þarna eru á ferðinni tvö af sterkari liðum deildarinnar og því kjörið fyrir nátthrafna að stilla á NBA TV í nótt. Körfubolti 8.11.2006 23:59 Bayern tapaði fyrir botnliðinu Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen töpuðu mjög óvænt 1-0 fyrir botnliði Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Szabolcs Huszti sem skoraði mark félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eftir varnarmistök Bayern, sem er nú sex stigum á eftir toppliði Werder Bremen. Stuttgart er í öðru sætinu eftir 2-0 sigur á Hamburg í gær. Fótbolti 8.11.2006 23:52 Bikarmeistararnir úr leik Óvænt úrslit urðu í spænska bikarnum í kvöld þegar titilhafarnir Espanyol féllu úr keppni gegn þriðjudeildarliði Rayo Vallecano 2-1 samanlagt. Barcelona kláraði smálið Badalona í beinni á Sýn 4-0 og samanlagt 6-1, þar sem Javier Saviola skoraði tvívegis. Sport 8.11.2006 23:47 Tottenham áfram eftir framlengingu Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Port Vale 3-1 á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Tom Huddlestone skoraði tvö marka Tottenham og Jermain Defoe eitt. Enski boltinn 8.11.2006 23:31 Auðvelt hjá Chelsea Chelsea burstaði Aston Villa 4-0 í enska deildarbikarnum í kvöld og er komið áfram í næstu umferð keppninnar líkt og Liverpool sem vann Birmingham 1-0 og Arsenal sem lagði Everton 1-0. Leikur Tottenham og Port Vale fór í framlengingu þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Enski boltinn 8.11.2006 21:51 Liverpool yfir gegn Birmingham Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Birmingham þegar flautað hefur verið til leikhlés í virðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark Liverpool í uppbótartíma, en Mohamed Sissoko þurfti að fara meiddur af velli eftir 26 mínútur. Leikurinn hefur verið fjörlegur og er í beinni útsendingu á Sýn. Enski boltinn 8.11.2006 20:36 Ferrari vill halda Schumacher í vinnu Forráðamenn Ferrari vilja ólmir halda í sjöfaldan heimsmeistara Michael Schumacher þó hann hafi lagt stýrið á hilluna á dögunum og er Schumacher nú með tilboð í höndunum um að gerast aðstoðarmaður Jean Todt liðsstjóra. Þjóðverjinn er sagður ætla að hugsa málið í nokkrar vikur áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið. Formúla 1 8.11.2006 19:49 Björgólfur staðfestir samstarf við Eggert Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að hann sé maðurinn sem standi á bak við meirihluta þess fjármagns sem Eggert Magnússon hefur verið að raka saman til að gera kauptilboð í enska knattspyrnufélagið West Ham. Enski boltinn 8.11.2006 18:51 Farinn aftur til Tottenham Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur nú snúið aftur til London þar sem hann ætlar sér að halda áfram að vinna sér sæti í liði Totteham. Emil gerði gott mót með Malmö í Svíþjóð sem lánsmaður á síðustu mánuðum, en samkvæmt heimasíðu félagsins hefur hann ákveðið að reyna aftur fyrir sér á Englandi. Enski boltinn 8.11.2006 17:18 Malbranque í byrjunarliði Tottenham Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque verður að öllum líkindum í byrjunarliði Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Port Vale í enska deildarbikarnum. Malbranque hefur enn ekki spilað leik fyrir Tottenham síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar eftir uppskurð við kviðsliti. Enski boltinn 8.11.2006 17:15 Carmelo Anthony gaf Syracuse 200 milljónir Framherjinn Carmelo Antony hjá Denver Nuggets gaf í gær gamla háskólanum sínum 200 milljónir króna sem varið verður til byggingar nýrrar æfingaaðstöðu fyrir körfuboltalið skólans. Anthony varð háskólameistari með liðinu árið 2003 á sínu eina ári í háskóla áður en hann gaf kost á sér í NBA deildina. Körfubolti 8.11.2006 16:55 Veigar tilnefndur sem besti leikmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hjá norska liðinu Stabæk er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir hafa verið sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þeir Robert Koren hjá Lilleström og Steffen Iversen hjá Rosenborg eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins. Fótbolti 8.11.2006 17:24 Birmingham verður í hefndarhug Rafa Benitez reiknar fastlega með því að lið Birmingham verði í miklum hefndarhug í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í enska deildarbikarnum, en þessi lið mættust í bikarkeppninni á síðustu leiktíð og þá sigraði Liverpool 7-0. Enski boltinn 8.11.2006 16:42 Beckham varð fyrir áfalli Fabio Capello segir að erfiðleikar David Beckham á knattspyrnuvellinum undanfarið stafi af því að hann hafi orðið fyrir sálrænu áfalli við það að segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins og að það hafi fengið á hann að vera ekki valinn í liðið síðan á HM. Fótbolti 8.11.2006 15:57 Tveir bikarleikir á Sýn í kvöld: Leikur Birmingham og Liverpool í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Þá verður síðari leikur Barcelona og Badalona í spænska bikarnum sýndur beint þar á eftir. Fótbolti 8.11.2006 15:15 Besta byrjun í sögu Hornets New Orleans Hornets vann í nótt sinn fjórða leik í röð í upphafi leiktíðar í NBA og er þetta besta byrjun í sögu félagsins. Liðið skellti Golden State 97-93 á heimavelli í Oklahoma City þar sem Chris Paul skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir New Orleans en Baron Davis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Körfubolti 8.11.2006 14:57 Xavier skrifar undir hjá Boro Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough og gildir hann til loka leiktíðarinnar. Xavier hefur nýlokið við að afplána 12 mánaða keppnisbann vegna lyfjanotkunar og er 33 ára gamall. Hann hefur staðið sig vel á æfingum með liðinu að undanförnu og því ákváðu forráðamenn félagsins að bjóða honum stuttan samning. Enski boltinn 8.11.2006 14:53 « ‹ 89 90 91 92 93 94 95 96 97 … 264 ›
Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum. Fótbolti 9.11.2006 18:28
Sissoko verður frá í þrjá mánuði Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur greint frá því að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í þrjá mánuði eftir að hann fór úr axlarlið í leik gegn Birmingham í gærkvöld. Sissoko fer í aðgerð vegna meiðsla sinna í næstu viku og hefur Rafa Benitez þegar lýst yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi fjarveru þessa duglega leikmanns sem spilar flesta leiki með liðinu. Enski boltinn 9.11.2006 18:20
Orðinn leiður á ásökunum um leikaraskap Enski landsliðsmaðurinn Andy Johnson hjá Everton segist vera orðinn leiður á því að vera sakaður um leikaraskap í vítateigum andstæðinganna og segist vísvitandi vera búinn að breyta leikstíl sínum til að reyna að afsanna það orðspor sem hann hefur skyndilega fengið á sig í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9.11.2006 16:53
Forssell í hnéuppskurð Lið Birmingham í ensku 1. deildinni verður án finnska framherjans Mikael Forssell næstu þrjá mánuðina eða svo eftir að hann fór í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta er ekki sama hné og hélt honum frá keppni í átta mánuði fyrir tveimur árum, en það er líklega það eina sem forráðamenn Birmingham geta huggað sig við í dag. Enski boltinn 9.11.2006 16:47
Kenyon Martin þarf í uppskurð Meiðslavandræði Denver Nuggets í NBA deildinni virðast engan endi ætla að taka og í gær kom í ljós að framherjinn Kenyon Martin þarf enn og aftur í uppskurð á hné og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur til keppni. Martin fór í uppskurð á vinstra hné fyrir rúmu ári, en að þessu sinni er það hægra hnéð sem gaf sig. Körfubolti 9.11.2006 15:17
Benitez vill fara til Ítalíu Breska dagblaðið Sun hefur það eftir umboðsmanni Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, að Rafa hafi mikinn áhuga á því að þjálfa á Ítalíu því knattspyrnan þar í landi henti hans leikstíl best. Enski boltinn 9.11.2006 15:35
Hedman til reynslu hjá Chelsea Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið fyrrum landsliðsmarkvörð Svía, Magnus Hedman, til reynslu hjá félaginu í kjölfar meiðsla Petr Cech. Hedman lék áður með skoska liðinu Celtic auk þess sem hann spilaði með Coventy á Englandi. Hann er 33 ára gamall, en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Enski boltinn 9.11.2006 15:24
Stórleikur Oberto tryggði San Antonio sigur Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Körfubolti 9.11.2006 14:53
Knattspyrnusambandið rannsakar meint veðmál Enska knattspyrnusambandið ætlar að hefja formlega rannsókn í kjölfar þess að fyrrum starfsmaður hjá veðmangarafyrirtækinu Victor Chandler hélt því fram að fleiri en einn knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni stundaði að veðja á úrslit leikja í deildinni, en slíkt er með öllu óheimilt. Enski boltinn 9.11.2006 14:43
McFadden neitar sökum Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll var enn og aftur í sviðsljósinu í gær þegar hann vísaði James McFadden hjá Everton af velli eftir aðeins 19 mínútur í bikarleiknum gegn Arsenal í gærkvöld. Poll gaf þá skýringu að McFadden hafi brúkað munn við sig, en leikmaðurinn vísar því alfarið á bug. Enski boltinn 9.11.2006 14:33
Enn meiðist Martin Laursen Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa verður frá keppni í nokkurn tíma eftir að hafa þurft að fara meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea í gær. Laursen hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða allar götur síðan hann gekk í raðir enska liðsins árið 2004. Leikmaðurinn sjálfur segir meiðslin ekki alvarleg, en Villa missti Gareth Barry einnig í meiðsli í gær. Enski boltinn 9.11.2006 14:28
Freddy Adu verður til reynslu hjá United Manchester United er nú í viðræðum við bandaríska úrvalsdeildarliðið DC United um að fá framherjann efnilega Freddy Adu til reynslu í þessum mánuði. Adu þessi er aðeins 17 ára gamall og talinn mikið efni. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og talið er að félögin muni jafnvel gera kauptilboð í hann í janúar. Enski boltinn 9.11.2006 14:23
Sissoko frá í mánuð Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleiknum gegn Birmingham í gærkvöldi. Sissoko er landsliðsmaður Malí og hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli síðan hann gekk í raðir Liverpool. Enski boltinn 9.11.2006 14:16
Sacramento - Detroit í beinni Leikur Sacramento Kings og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf fjögur í nótt. Þarna eru á ferðinni tvö af sterkari liðum deildarinnar og því kjörið fyrir nátthrafna að stilla á NBA TV í nótt. Körfubolti 8.11.2006 23:59
Bayern tapaði fyrir botnliðinu Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen töpuðu mjög óvænt 1-0 fyrir botnliði Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Szabolcs Huszti sem skoraði mark félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eftir varnarmistök Bayern, sem er nú sex stigum á eftir toppliði Werder Bremen. Stuttgart er í öðru sætinu eftir 2-0 sigur á Hamburg í gær. Fótbolti 8.11.2006 23:52
Bikarmeistararnir úr leik Óvænt úrslit urðu í spænska bikarnum í kvöld þegar titilhafarnir Espanyol féllu úr keppni gegn þriðjudeildarliði Rayo Vallecano 2-1 samanlagt. Barcelona kláraði smálið Badalona í beinni á Sýn 4-0 og samanlagt 6-1, þar sem Javier Saviola skoraði tvívegis. Sport 8.11.2006 23:47
Tottenham áfram eftir framlengingu Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Port Vale 3-1 á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Tom Huddlestone skoraði tvö marka Tottenham og Jermain Defoe eitt. Enski boltinn 8.11.2006 23:31
Auðvelt hjá Chelsea Chelsea burstaði Aston Villa 4-0 í enska deildarbikarnum í kvöld og er komið áfram í næstu umferð keppninnar líkt og Liverpool sem vann Birmingham 1-0 og Arsenal sem lagði Everton 1-0. Leikur Tottenham og Port Vale fór í framlengingu þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Enski boltinn 8.11.2006 21:51
Liverpool yfir gegn Birmingham Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Birmingham þegar flautað hefur verið til leikhlés í virðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark Liverpool í uppbótartíma, en Mohamed Sissoko þurfti að fara meiddur af velli eftir 26 mínútur. Leikurinn hefur verið fjörlegur og er í beinni útsendingu á Sýn. Enski boltinn 8.11.2006 20:36
Ferrari vill halda Schumacher í vinnu Forráðamenn Ferrari vilja ólmir halda í sjöfaldan heimsmeistara Michael Schumacher þó hann hafi lagt stýrið á hilluna á dögunum og er Schumacher nú með tilboð í höndunum um að gerast aðstoðarmaður Jean Todt liðsstjóra. Þjóðverjinn er sagður ætla að hugsa málið í nokkrar vikur áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið. Formúla 1 8.11.2006 19:49
Björgólfur staðfestir samstarf við Eggert Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að hann sé maðurinn sem standi á bak við meirihluta þess fjármagns sem Eggert Magnússon hefur verið að raka saman til að gera kauptilboð í enska knattspyrnufélagið West Ham. Enski boltinn 8.11.2006 18:51
Farinn aftur til Tottenham Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur nú snúið aftur til London þar sem hann ætlar sér að halda áfram að vinna sér sæti í liði Totteham. Emil gerði gott mót með Malmö í Svíþjóð sem lánsmaður á síðustu mánuðum, en samkvæmt heimasíðu félagsins hefur hann ákveðið að reyna aftur fyrir sér á Englandi. Enski boltinn 8.11.2006 17:18
Malbranque í byrjunarliði Tottenham Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque verður að öllum líkindum í byrjunarliði Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Port Vale í enska deildarbikarnum. Malbranque hefur enn ekki spilað leik fyrir Tottenham síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar eftir uppskurð við kviðsliti. Enski boltinn 8.11.2006 17:15
Carmelo Anthony gaf Syracuse 200 milljónir Framherjinn Carmelo Antony hjá Denver Nuggets gaf í gær gamla háskólanum sínum 200 milljónir króna sem varið verður til byggingar nýrrar æfingaaðstöðu fyrir körfuboltalið skólans. Anthony varð háskólameistari með liðinu árið 2003 á sínu eina ári í háskóla áður en hann gaf kost á sér í NBA deildina. Körfubolti 8.11.2006 16:55
Veigar tilnefndur sem besti leikmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hjá norska liðinu Stabæk er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir hafa verið sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þeir Robert Koren hjá Lilleström og Steffen Iversen hjá Rosenborg eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins. Fótbolti 8.11.2006 17:24
Birmingham verður í hefndarhug Rafa Benitez reiknar fastlega með því að lið Birmingham verði í miklum hefndarhug í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í enska deildarbikarnum, en þessi lið mættust í bikarkeppninni á síðustu leiktíð og þá sigraði Liverpool 7-0. Enski boltinn 8.11.2006 16:42
Beckham varð fyrir áfalli Fabio Capello segir að erfiðleikar David Beckham á knattspyrnuvellinum undanfarið stafi af því að hann hafi orðið fyrir sálrænu áfalli við það að segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins og að það hafi fengið á hann að vera ekki valinn í liðið síðan á HM. Fótbolti 8.11.2006 15:57
Tveir bikarleikir á Sýn í kvöld: Leikur Birmingham og Liverpool í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Þá verður síðari leikur Barcelona og Badalona í spænska bikarnum sýndur beint þar á eftir. Fótbolti 8.11.2006 15:15
Besta byrjun í sögu Hornets New Orleans Hornets vann í nótt sinn fjórða leik í röð í upphafi leiktíðar í NBA og er þetta besta byrjun í sögu félagsins. Liðið skellti Golden State 97-93 á heimavelli í Oklahoma City þar sem Chris Paul skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir New Orleans en Baron Davis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Körfubolti 8.11.2006 14:57
Xavier skrifar undir hjá Boro Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough og gildir hann til loka leiktíðarinnar. Xavier hefur nýlokið við að afplána 12 mánaða keppnisbann vegna lyfjanotkunar og er 33 ára gamall. Hann hefur staðið sig vel á æfingum með liðinu að undanförnu og því ákváðu forráðamenn félagsins að bjóða honum stuttan samning. Enski boltinn 8.11.2006 14:53