Almannavarnir

Fréttamynd

Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð

Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vill Víði áfram í íþróttamálum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta rýmingu fyrir Gilsá 1 og 2

Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2.

Innlent
Fréttamynd

„Svaka­legar drunur“

Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið.

Innlent