Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Kolbeinn Tumi Daðason, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 14:44 Davíð Kristinsson er varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Vísir/Egill Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent