Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Ritstjórn skrifar 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður hafa verið á Seyðisfirði í dag en stór aurskriða féll á bæinn síðdegis í dag. Vísir/Egill Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að rýmingar hafi gengið vel, en unnið var að því að koma öllum íbúum Seyðisfjarðar yfir til Egilsstaða, þar sem fjöldahjálparmiðstöð hefur verið opnuð. „Já sem betur fer hefur rýmingin gengið gríðarlega vel, fólk hefur verið mjög samvinnuþýtt og það hefur farið bæði með rútum og einkabílum yfir á Egilsstaði, í grunnskólann á Egilsstöðum þar sem er fjöldahjálparmiðstöð,“ segir Þórhallur. Verið er að vinna í því að finna gististaði fyrir fólk og að veita þeim þá aðhlynningu sem það þarf á að halda. Þórhallur segir það gríðarlega mikilvægt, fólkið hafi tekist á við mjög erfiðar aðstæður. Enn er óljóst hve margir hafi leitað í fjöldahjálparmistöðina en að sögn Þórhalls er verið að vinna í því að taka það saman. Íbúar á Seyðisfirði biðu í dag fyrir utan fjöldahjálparstöðina eftir því að komast yfir til Egilsstaða.Vísir/Egill Þurfti að sækja íbúa á bátum Öll hús á Seyðisfirði voru rýmd í dag og var fólki gert að snúa ekki aftur til síns heima. Þórhallur segir þó að nokkrar undantekningar hafi verið gerðar fyrir fólk sem hafi þurft að sækja lyf og aðrar nauðsynjar. „Við höfum gert nokkrar undantekningar hjá fólki sem hefur þurft að sækja lyf á ákveðna staði en þá undir stjórn lögreglu og björgunarsveita og það hefur gengið vel,“ segir Þórhallur. Einhverja íbúa, sem ekki komust leiðar sinnar vegna skriðunnar síðdegis, þurfti að sækja á bátum. Skriðan stóra sem féll síðdegis fór yfir veginn og gekk alveg fram í sjó. „Það var brugðist við því með því að fá aðila með bát til þess að sækja viðkomandi einstaklinga og mér skilst að það hafi gengið vel,“ segir Þórhallur. Rýmingar á Eskifirði ganga vel en finna þarf nýja fjöldahjálparstöð Þá hefur varðskipið Týr verið kallað út til aðstoðar á Seyðisfirði. Einnig eru lögreglumenn og sérsveitarmenn frá Reykjavík á leiðinni austur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þeirri aðstoð verður háttað í framhaldinu en það eru lögreglumenn að koma frá Reykjavík með flugi sem verða okkur til halds og traust og það eru allir viðbragðsaðilar að vinna mjög vel saman eftir því sem ég best veit. Aðgerðarstjórn er á Egilsstöðum og vettvangsstjórn er hérna niður frá. Þetta verkefni hefur gengið óvenju vel miðað við aðstæður,“ segir Þórhallur. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Eskifirði vegna skriðuhættu en þar hafa litlar skriður fallið síðasta sólarhringinn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum að rýmingar á Eskifirði hafi gengið vel. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur „Það er bara rýming í gangi og við erum reyndar aðeins að breyta til, fjöldahjálparstöðin á Eskifirði er inni á rýmingarsvæðinu þannig að við þurfum að breyta til og finna nýja, í kirkjunni og menningarmiðstöðinni,“ segir Víðir. Rýmingar í gildi næstu tvo daga í það minnsta Víðir staðfestir að rýmingar hafi gengið vel. „Það gengur ágætlega. Það er mikið af fólki komið á Egilsstaði frá Seyðisfirði og rýmingin á Eskifirði gengur ágætlega líka en þetta er auðvitað risa mál. Það er ekki á hverjum degi sem heilt bæjarfélag eins og Seyðisfjörður er rýmt. Það hefur sennilega ekki gerst í 25-30 ár,“ segir Víðir. Þá segir hann að ekki sé verið að leita að neinum en ekki sé búið að skrá alla íbúa á Seyðisfirði. Verið sé að vinna í því að ná utan um skráningar. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi skriðuhættu á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það verði áfram skriðuhætta fram eftir degi á morgun. Vonandi fer rigningin að minnka og draga úr því en það er aðeins óljóst ennþá hvernig þetta verður. Það tekur líka dálítinn tíma að jafna sig. Ég held að við verðum að vera undirbúin undir það að vera með þessar rýmingar í gangi næstu tvo sólarhringa að minnsta kosti.“
Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að rýmingar hafi gengið vel, en unnið var að því að koma öllum íbúum Seyðisfjarðar yfir til Egilsstaða, þar sem fjöldahjálparmiðstöð hefur verið opnuð. „Já sem betur fer hefur rýmingin gengið gríðarlega vel, fólk hefur verið mjög samvinnuþýtt og það hefur farið bæði með rútum og einkabílum yfir á Egilsstaði, í grunnskólann á Egilsstöðum þar sem er fjöldahjálparmiðstöð,“ segir Þórhallur. Verið er að vinna í því að finna gististaði fyrir fólk og að veita þeim þá aðhlynningu sem það þarf á að halda. Þórhallur segir það gríðarlega mikilvægt, fólkið hafi tekist á við mjög erfiðar aðstæður. Enn er óljóst hve margir hafi leitað í fjöldahjálparmistöðina en að sögn Þórhalls er verið að vinna í því að taka það saman. Íbúar á Seyðisfirði biðu í dag fyrir utan fjöldahjálparstöðina eftir því að komast yfir til Egilsstaða.Vísir/Egill Þurfti að sækja íbúa á bátum Öll hús á Seyðisfirði voru rýmd í dag og var fólki gert að snúa ekki aftur til síns heima. Þórhallur segir þó að nokkrar undantekningar hafi verið gerðar fyrir fólk sem hafi þurft að sækja lyf og aðrar nauðsynjar. „Við höfum gert nokkrar undantekningar hjá fólki sem hefur þurft að sækja lyf á ákveðna staði en þá undir stjórn lögreglu og björgunarsveita og það hefur gengið vel,“ segir Þórhallur. Einhverja íbúa, sem ekki komust leiðar sinnar vegna skriðunnar síðdegis, þurfti að sækja á bátum. Skriðan stóra sem féll síðdegis fór yfir veginn og gekk alveg fram í sjó. „Það var brugðist við því með því að fá aðila með bát til þess að sækja viðkomandi einstaklinga og mér skilst að það hafi gengið vel,“ segir Þórhallur. Rýmingar á Eskifirði ganga vel en finna þarf nýja fjöldahjálparstöð Þá hefur varðskipið Týr verið kallað út til aðstoðar á Seyðisfirði. Einnig eru lögreglumenn og sérsveitarmenn frá Reykjavík á leiðinni austur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þeirri aðstoð verður háttað í framhaldinu en það eru lögreglumenn að koma frá Reykjavík með flugi sem verða okkur til halds og traust og það eru allir viðbragðsaðilar að vinna mjög vel saman eftir því sem ég best veit. Aðgerðarstjórn er á Egilsstöðum og vettvangsstjórn er hérna niður frá. Þetta verkefni hefur gengið óvenju vel miðað við aðstæður,“ segir Þórhallur. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Eskifirði vegna skriðuhættu en þar hafa litlar skriður fallið síðasta sólarhringinn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum að rýmingar á Eskifirði hafi gengið vel. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur „Það er bara rýming í gangi og við erum reyndar aðeins að breyta til, fjöldahjálparstöðin á Eskifirði er inni á rýmingarsvæðinu þannig að við þurfum að breyta til og finna nýja, í kirkjunni og menningarmiðstöðinni,“ segir Víðir. Rýmingar í gildi næstu tvo daga í það minnsta Víðir staðfestir að rýmingar hafi gengið vel. „Það gengur ágætlega. Það er mikið af fólki komið á Egilsstaði frá Seyðisfirði og rýmingin á Eskifirði gengur ágætlega líka en þetta er auðvitað risa mál. Það er ekki á hverjum degi sem heilt bæjarfélag eins og Seyðisfjörður er rýmt. Það hefur sennilega ekki gerst í 25-30 ár,“ segir Víðir. Þá segir hann að ekki sé verið að leita að neinum en ekki sé búið að skrá alla íbúa á Seyðisfirði. Verið sé að vinna í því að ná utan um skráningar. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi skriðuhættu á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það verði áfram skriðuhætta fram eftir degi á morgun. Vonandi fer rigningin að minnka og draga úr því en það er aðeins óljóst ennþá hvernig þetta verður. Það tekur líka dálítinn tíma að jafna sig. Ég held að við verðum að vera undirbúin undir það að vera með þessar rýmingar í gangi næstu tvo sólarhringa að minnsta kosti.“
Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42
Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14