Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 20:00 Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Vísir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. „Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. „Það eru ótrúlega margir búnir að nefna það við mig að þetta skapi hugrenningartengsl við jólaguðspjallið, að það sé fólk hérna að fara og láta skrásetja sig og sé eiginlega á flótta undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég held samt að von jólaguðspjallsins sé yfir okkur öllum ennþá,“ segir Sigríður. Hún segir að Seyðfirðingum sé mjög brugðið. Ástandið hafi haft rosaleg áhrif á fólk og fólk sé orðið lúið. „Maður finnur það, bæði því þetta eru orðnir svo margir dagar og viðvarandi ástand af því að það hélt alltaf áfram að rigna og það var ekkert útlit fyrir að það myndi fara að lagast, finnur maður hvað þetta hefur rosaleg áhrif á fólk. Hvað þetta er lýjandi og hvað þetta er streituvaldandi,“ segir Sigríður. „Mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa“ Fólk sé því fegið að ekki hafi farið vel og að ekkert manntjón hafi orðið. „Allir eru óendanlega þakklátir fyrir að ekki fór verr og að það hafi allir sloppið. Það var ljóst frekar snemma að það voru allir heilir á höldnu og rýming gekk ótrúlega vel.“ Hún og aðrir prestar á Austurlandi hafa sinnt sálgæslu í dag. Hún segist ekki hafa gert það í gær, en þá var hún ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. „Ég yfirgaf heimili mitt í gær og við vorum í samfloti með fólki og gistum á alveg frábærum stað. Ég veit að það fengu allir stað til að gista á og enginn þurfti að gista í fjöldahjálparstöðinni. En ég sinnti engum sálrænum stuðningi í gær, þá var ég bara ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili mitt og aðrir tóku boltann sem var mjög gott,“ segir Sigríður. „En við prestarnir höfum verið í fjöldahjálparstöðinni að veita sálrænan stuðning og hringja í fólk. Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa. Ég í raun og veru hef verið undir minna álagi en margir,“ segir hún. Sigríður átti að skíra barn í morgun en hún áttaði sig á því þegar hún vaknaði að hún væri ekki með neitt með sér nema gúmmístígvél. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum en auðvitað er það bara smáatriði en það er alltaf hægt að redda svoleiðis hlutum.“ Múlaþing Jól Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Almannavarnir Trúmál Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. „Það eru ótrúlega margir búnir að nefna það við mig að þetta skapi hugrenningartengsl við jólaguðspjallið, að það sé fólk hérna að fara og láta skrásetja sig og sé eiginlega á flótta undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég held samt að von jólaguðspjallsins sé yfir okkur öllum ennþá,“ segir Sigríður. Hún segir að Seyðfirðingum sé mjög brugðið. Ástandið hafi haft rosaleg áhrif á fólk og fólk sé orðið lúið. „Maður finnur það, bæði því þetta eru orðnir svo margir dagar og viðvarandi ástand af því að það hélt alltaf áfram að rigna og það var ekkert útlit fyrir að það myndi fara að lagast, finnur maður hvað þetta hefur rosaleg áhrif á fólk. Hvað þetta er lýjandi og hvað þetta er streituvaldandi,“ segir Sigríður. „Mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa“ Fólk sé því fegið að ekki hafi farið vel og að ekkert manntjón hafi orðið. „Allir eru óendanlega þakklátir fyrir að ekki fór verr og að það hafi allir sloppið. Það var ljóst frekar snemma að það voru allir heilir á höldnu og rýming gekk ótrúlega vel.“ Hún og aðrir prestar á Austurlandi hafa sinnt sálgæslu í dag. Hún segist ekki hafa gert það í gær, en þá var hún ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. „Ég yfirgaf heimili mitt í gær og við vorum í samfloti með fólki og gistum á alveg frábærum stað. Ég veit að það fengu allir stað til að gista á og enginn þurfti að gista í fjöldahjálparstöðinni. En ég sinnti engum sálrænum stuðningi í gær, þá var ég bara ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili mitt og aðrir tóku boltann sem var mjög gott,“ segir Sigríður. „En við prestarnir höfum verið í fjöldahjálparstöðinni að veita sálrænan stuðning og hringja í fólk. Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa. Ég í raun og veru hef verið undir minna álagi en margir,“ segir hún. Sigríður átti að skíra barn í morgun en hún áttaði sig á því þegar hún vaknaði að hún væri ekki með neitt með sér nema gúmmístígvél. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum en auðvitað er það bara smáatriði en það er alltaf hægt að redda svoleiðis hlutum.“
Múlaþing Jól Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Almannavarnir Trúmál Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28