Viðskipti Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 24.8.2007 09:53 Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:29 Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:13 Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts. Viðskipti erlent 23.8.2007 16:25 Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu. Viðskipti innlent 23.8.2007 16:11 Kaupþing sektað í Svíþjóð Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, um tæpar 1,9 milljónir íslenskra króna, vegna brota á tilkynningaskyldu og misræmis á verði hlutabréfa. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í einu félagi í byrjun árs. Einn miðlari Kaupþings er talinn bera ábyrgð á brotunum og hefur hann fengið ávítur fyrir. Viðskipti innlent 23.8.2007 14:29 Mikil velta í Kauphöllinni Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni er þegar orðin jafn mikil og hún var allt síðasta ár. Veltan nam 2.198 milljörðum króna um hádegisbil í dag en á sama tíma í fyrra námu heildarviðskipti hlutabréfa 1.306 milljörðum króna. Aukningin nemur 68 prósentum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir sumarið hafa verið óvenjulegt á verðbréfamarkaði. Viðskipti innlent 23.8.2007 14:09 Hagnaður Atorku sex milljarðar króna Móðurfélag Atorku Group skilaði hagnaði upp á sex milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 4,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi þremur milljörðum króna en það er um tveimur milljörðum krónum meira en félagið skilaði í fyrra. Viðskipti innlent 23.8.2007 13:38 Hlutabréf hækka á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum. Viðskipti erlent 23.8.2007 13:31 Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni. Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna. Viðskipti innlent 23.8.2007 12:56 Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 23.8.2007 12:07 Græn byrjun í Kauphöllinni Gengi nær allra hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni hækkaði við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Einungis gengi bréfa í einu fyrirtæki stendur í stað. Hækkunin í Kauphöllinni er í samræmi við hækkanir á helstu fjármálamörkuðum í heimi í dag. FL Group leiðir hækkun dagsins en gengi bréfa í félaginu fór upp um 3,28 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust. Fjármálafyrirtæki fylgja fast á eftir. Viðskipti innlent 23.8.2007 10:09 GM dregur úr framleiðslu á pallbílum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur dregið úr framleiðslu á stórum pallbílum og fjórhjóladrifnum jeppum vegna minni eftirspurnar eftir þeim. Framleiðslunni hefur meðal annars verið hætt í nokkrum verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:34 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:18 Evrópski seðlabankinn opnar pyngjur sínar á ný Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna. Markmiðið er að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða. Seðlabankar í nokkrum löndum hafa síðustu daga gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.8.2007 16:30 Úrvalsvísitalan enn á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag. Exista leiddi hækkanir dagsins en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum fylgdi fast á eftir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,17 prósent í dag og stendur í 8.309 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 29,6 prósent frá áramótum. Gengi íslensku krónunnar styrktist á sama tíma um 1,7 prósent. Viðskipti innlent 22.8.2007 15:37 Óbreytt landsframleiðsla innan OECD Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan. Viðskipti innlent 22.8.2007 15:24 Vísitölur á uppleið á Wall Street Hlutabréfavísitölur byrjuðu daginn vel á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag en markaðir vestanhafs opnuðu fyrir nokkrum mínútum. Nasdag-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæpt prósent en Dow Jones-vísitalan litlu minna. Vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á uppleið í dag. Viðskipti erlent 22.8.2007 13:32 Hækkar krónan fjóra daga í röð? Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi. Standi hækkunin við lok viðskipta verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur. Viðskipti innlent 22.8.2007 11:20 Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang. Eyjamenn eiga nú rúman helming hlutafjár í Vinnslutöðinni. Viðskipti innlent 22.8.2007 10:44 Litlar líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Fundur vaxtaákvörðunarnefndar japanska seðlabankans hófst í morgun. Fyrir lá að hækka stýrivexti bankans en sérfræðingar telja hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði draga úr líkum að af því verði. Viðskipti erlent 22.8.2007 10:28 Bréf í Existu tóku stökkið í morgun Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir. Viðskipti innlent 22.8.2007 10:05 Kínverjar hækka stýrivexti Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti um 18 punkta í gær með það fyrir augum að draga úr verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Verðhækkanir á matvælum leiða verðbólguna, ekki síst verð á svínakjöti sem hefur rokið upp um 45 prósent á árinu. Viðskipti erlent 22.8.2007 09:46 Minni vindhraði lækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Sérfræðingar spá því reyndar að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi dregist saman í síðustu viku og geti það hækkað verðið á ný. Viðskipti erlent 22.8.2007 09:29 Sveiflukenndur dagur á Wall Street Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Viðskipti erlent 21.8.2007 21:12 Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum að auðkýfingurinn Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Viðskipti erlent 21.8.2007 15:29 Ráðamenn ræða um fjármálamarkaðinn Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði. Viðskipti erlent 21.8.2007 13:35 Moody's staðfestir einkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Moody's Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar íerlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 21.8.2007 09:41 Launavísitalan hækkar líttilega Vísitala launa hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Mánaðahækkunin nú er er í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. Viðskipti innlent 21.8.2007 09:16 Greiða Nike skaðabætur Tveimur kínverskum skóframleiðendum og frönsku verslanakeðjunni Auchan hefur verið skipað að greiða íþróttavöruframleiðandanum Nike jafnvirði 3,1 milljóna króna í skaðabætur en fyrirtælkin framleiddu falsaða skó undir merkjum Nike. Viðskipti erlent 21.8.2007 08:59 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 223 ›
Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 24.8.2007 09:53
Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:29
Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:13
Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts. Viðskipti erlent 23.8.2007 16:25
Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu. Viðskipti innlent 23.8.2007 16:11
Kaupþing sektað í Svíþjóð Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, um tæpar 1,9 milljónir íslenskra króna, vegna brota á tilkynningaskyldu og misræmis á verði hlutabréfa. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í einu félagi í byrjun árs. Einn miðlari Kaupþings er talinn bera ábyrgð á brotunum og hefur hann fengið ávítur fyrir. Viðskipti innlent 23.8.2007 14:29
Mikil velta í Kauphöllinni Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni er þegar orðin jafn mikil og hún var allt síðasta ár. Veltan nam 2.198 milljörðum króna um hádegisbil í dag en á sama tíma í fyrra námu heildarviðskipti hlutabréfa 1.306 milljörðum króna. Aukningin nemur 68 prósentum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir sumarið hafa verið óvenjulegt á verðbréfamarkaði. Viðskipti innlent 23.8.2007 14:09
Hagnaður Atorku sex milljarðar króna Móðurfélag Atorku Group skilaði hagnaði upp á sex milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 4,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi þremur milljörðum króna en það er um tveimur milljörðum krónum meira en félagið skilaði í fyrra. Viðskipti innlent 23.8.2007 13:38
Hlutabréf hækka á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum. Viðskipti erlent 23.8.2007 13:31
Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni. Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna. Viðskipti innlent 23.8.2007 12:56
Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 23.8.2007 12:07
Græn byrjun í Kauphöllinni Gengi nær allra hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni hækkaði við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Einungis gengi bréfa í einu fyrirtæki stendur í stað. Hækkunin í Kauphöllinni er í samræmi við hækkanir á helstu fjármálamörkuðum í heimi í dag. FL Group leiðir hækkun dagsins en gengi bréfa í félaginu fór upp um 3,28 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust. Fjármálafyrirtæki fylgja fast á eftir. Viðskipti innlent 23.8.2007 10:09
GM dregur úr framleiðslu á pallbílum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur dregið úr framleiðslu á stórum pallbílum og fjórhjóladrifnum jeppum vegna minni eftirspurnar eftir þeim. Framleiðslunni hefur meðal annars verið hætt í nokkrum verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:34
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:18
Evrópski seðlabankinn opnar pyngjur sínar á ný Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna. Markmiðið er að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða. Seðlabankar í nokkrum löndum hafa síðustu daga gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.8.2007 16:30
Úrvalsvísitalan enn á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag. Exista leiddi hækkanir dagsins en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum fylgdi fast á eftir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,17 prósent í dag og stendur í 8.309 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 29,6 prósent frá áramótum. Gengi íslensku krónunnar styrktist á sama tíma um 1,7 prósent. Viðskipti innlent 22.8.2007 15:37
Óbreytt landsframleiðsla innan OECD Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan. Viðskipti innlent 22.8.2007 15:24
Vísitölur á uppleið á Wall Street Hlutabréfavísitölur byrjuðu daginn vel á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag en markaðir vestanhafs opnuðu fyrir nokkrum mínútum. Nasdag-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæpt prósent en Dow Jones-vísitalan litlu minna. Vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á uppleið í dag. Viðskipti erlent 22.8.2007 13:32
Hækkar krónan fjóra daga í röð? Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi. Standi hækkunin við lok viðskipta verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur. Viðskipti innlent 22.8.2007 11:20
Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang. Eyjamenn eiga nú rúman helming hlutafjár í Vinnslutöðinni. Viðskipti innlent 22.8.2007 10:44
Litlar líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Fundur vaxtaákvörðunarnefndar japanska seðlabankans hófst í morgun. Fyrir lá að hækka stýrivexti bankans en sérfræðingar telja hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði draga úr líkum að af því verði. Viðskipti erlent 22.8.2007 10:28
Bréf í Existu tóku stökkið í morgun Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir. Viðskipti innlent 22.8.2007 10:05
Kínverjar hækka stýrivexti Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti um 18 punkta í gær með það fyrir augum að draga úr verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Verðhækkanir á matvælum leiða verðbólguna, ekki síst verð á svínakjöti sem hefur rokið upp um 45 prósent á árinu. Viðskipti erlent 22.8.2007 09:46
Minni vindhraði lækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Sérfræðingar spá því reyndar að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi dregist saman í síðustu viku og geti það hækkað verðið á ný. Viðskipti erlent 22.8.2007 09:29
Sveiflukenndur dagur á Wall Street Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Viðskipti erlent 21.8.2007 21:12
Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum að auðkýfingurinn Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Viðskipti erlent 21.8.2007 15:29
Ráðamenn ræða um fjármálamarkaðinn Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði. Viðskipti erlent 21.8.2007 13:35
Moody's staðfestir einkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Moody's Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar íerlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 21.8.2007 09:41
Launavísitalan hækkar líttilega Vísitala launa hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Mánaðahækkunin nú er er í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. Viðskipti innlent 21.8.2007 09:16
Greiða Nike skaðabætur Tveimur kínverskum skóframleiðendum og frönsku verslanakeðjunni Auchan hefur verið skipað að greiða íþróttavöruframleiðandanum Nike jafnvirði 3,1 milljóna króna í skaðabætur en fyrirtælkin framleiddu falsaða skó undir merkjum Nike. Viðskipti erlent 21.8.2007 08:59
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti