Viðskipti

Fréttamynd

Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á hægari útlánavexti

Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga

Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EMI skiptir um eigendur í september

Eric Nicoli, forstjóri breska útgáfurisans EMI, ætlar að yfirgefa forstjórastólinn þegar nýir eigendur taka við félaginu í næsta mánuði. Félagið hefur átt við mikinn rekstrarvanda að stríða vegna minnkandi geisladiskasölu og fór í söluferli fyrr á árinu. Úr varð að fjárfestingafélagið Terra Firma keypti útgáfufélagið í maí fyrir 2,4 milljarða punda, jafnvirði rúmra 300 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló

Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr væntingum Þjóðverja

Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkun í Evrópu og Asíu

Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakslag í Bandaríkjunum

Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandarískir neytendur svartsýnir

Væntingavísitala bandarískra neytenda tók dýfu í mánuðinum en hún hefur ekki fallið jafn mikið á milli mánaða í tvö ár. Fréttveita Bloomberg segir þetta sýna að neytendur vestanhafs séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum vegna viðvarandi lækkunar á fasteignaverði auk þess sem erfiðara er nú en áður að fjármagna fasteignakaup.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur að mestu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MP Fjárfestingabanki skilar metafkomu

MP Fjárfestingabanki skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum arsins. Hagnaður nam 1.118 milljónum króna samanborið við 576,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 94 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samruni Scania, Man og Volkswagen á salt

Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að gögn sýndu að endursala á fasteignum dróst saman í síðasta mánuði. Salan hefur minnkað jafnt og þétt síðan á vordögum þegar samdráttar á fasteignalánamarkaði vestra varð fyrst vart og hefur salan ekki verið með dræmara móti í fimm ár. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis lækkað síðastliðna 12 mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LME skoðar yfirtöku á Stork-samstæðunni

Marel hefur hug á að kaupa allt hlutafé hollensku iðnsamsteypunnar Stork en ekki einungis matvælavélavinnsluhluta hennar. Þetta kom fram á hluthafafundi í Stork sem fram fór í dag en lögmaður LME eignarhaldsfélags, sem Marel á fimmtungshlut í á móti Eyri Invest og Landsbankanum, sagði félagið skoða alla möguleika. Yfirtökutilboð sem gert hefur verið í Stork hljóðar upp á rúma 133 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára

Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rio Tinto fær grænt ljós í Bandaríkjunum

Ál- og námafyrirtækið Rio Tinto hefur fengið græna ljósið hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum til að kaupa kanadíska álrisann Alcan, sem meðal annars er móðurfélag álversins í Straumsvík. Tilboðið Rio Tinto hljóðar upp á 38,1 milljarð dala, um 2.500 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði tilboð bandaríska álrisans Alcoa í Alcan upp á 27 milljarða dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokkrir sitja um hlut Nasdaq í LSE

Nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu og asískur fjárfestingasjóður hafa kannað möguleikann á því að kaupa hlut bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á 31 prósents hlut í LSE en hefur ekki ákveðið hvort helmingur hlutarins eða meira verði seldur. Á meðal hugsanlegra kaupenda er kauphöllin í Dubai.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki

Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góður endir á vikunni

Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar

Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Faldi hagnað af sölu hlutabréfa

Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný

Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hveitiverð í hæstu hæðum

Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukið tap hjá Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt

Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent