Viðskipti

Fréttamynd

Nýtt met á Indlandi

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex sló met enn á ný í dag þegar gengi vísitölunnar rauf 13.000 stiga múrinn. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð, eða um 0,77 prósent, en gengi bréfa í fjármála- og tæknifyrirtækjum hækkaði mest.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,6 prósenta hagvöxtur vestanhafs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,6 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna er lækkunin að mestu tilkomin vegna lægðar á fasteignamarkaði á tímabilinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður NIB minnkar

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) skilaði tæplega 90 milljóna evra hagnaði á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta jafngildir 7,7 milljörðum íslenskra króna, sem er 27 milljónum evrum eða 2,3 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. Lánahlutfall til Íslands var hátt á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Newcastle

Breska knattspyrnufélagið Newcastle skilaði 12 milljóna punda eða 1,5 milljarða króna tapi á síðustu leiktíð. Tapið er að mestu tilkomið vegna minni aðsóknar í kjölfar þess að liðið komst ekki áfram í Evrópukeppni félagsliða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Besti fjórðungur Kaupþings

Kaupþing skilaði 67,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaðurinn á þriðja fjórðungi ársins 35,4 milljörðum króna, sem er 27,5 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er besti ársfjórðungurinn í sögu bankans frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Þeir bjuggust við að tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft, myndu draga úr hagnaði fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Virgin Atlantic setur Airbus á salt

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að fresta kaupum á A380 risaþotum frá Airbus. Flugfélagið ætlaði upphaflega að kaupa sex nýja risaþotur, sem eru þær stærstu í heimi, og fá þær afhentar árið 2009. Í dag var hins vegar greint frá því að afhending frestist fram til 2013.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn selur í Straumi-Burðarás og Gretti

Landsbanki Íslands hefur selt 6,76 prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf til fjárfestingafélagsins Grettis hf. á genginu 17,3. Virði hlutanna nemur rétt rúmum 12 milljörðum króna. Þá keypti Landsbankinn 9,9 prósenta hlut í TM af Gretti hf. á genginu 41. Landsbankinn seldi sömuleiðis allan hlut sinn í Gretti ehf. eða alls 35,39 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Kögun

Breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn Kögunar hf., dótturfélags Dagbrúnar. Gunnlaugur M. Sigmundsson hefur látið af störfum sem forstjóri Kögunar og hefur Bjarni Birgisson tekið við starfi hans. Þá hefur Jóhann Þór Jónsson verið ráðinn fjármálastjóri Kögunar hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármörkuðum í dag í kjölfar minni olíubirgða í Bandaríkjunum en búist hafði verið við og ákvörðunar samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að draga úr olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýjaði að hækkun stýrivaxta

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gaf í skyn í dag að bankinn gæti hækkað stýrivexti á evrusvæðinu á næstunni verði áframhaldandi hagvöxtur á svæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður á fjórðungnum

Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi minnkaði talsvert á milli ára. Bankinn skilaði 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en 6.473 milljónum króna á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 76 prósentum á milli ára. Greiningardeild KB banka spáði því að bankinn myndi skila 5 milljörðum króna á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Bakkavarar yfir væntingum

Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Shell umfram væntingar

Olíufélagið Shell skilaði 6,9 milljörðum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 471 milljarðs íslenskra króna og talsvert meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Til samanburðar nam hagnaðurinn 7,2 milljörðum dala eða 491,5 milljörðum dala á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent

Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Boeing dregst saman

Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma DaimlerChrysler umfram væntingar

Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler skilaði 892 milljóna evra hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða sem svarar til 76,6 milljarða íslenskra króna. Þetta er betri afkoma en greiningaraðilar bjuggust við og 37 milljón evrum eða tæplega 3,2 milljörðum krónum betri afkoma en á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Betri afkoma hjá GM

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 115 milljóna dala taprekstri á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 7,8 milljarða íslenskra króna taprekstrar á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Þá er þetta umtalsvert betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum dala eða rúmlega 116 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný skrifstofa Eimskips á Ítalíu

Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu 1. nóvember næstkomandi. Starfsemi Eimskips á Ítalíu hefur til þessa farið fram í gegnum umboðsaðila félagsins Thos. Carr í Mílan en frá og með opnun nýju skrifstofunnar munu starfsmenn þess félags heyra undir Evrópusvið Eimskips.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá ákvörðun sinni um breytingar á stýrivaxtastigi í landinu síðar í dag. Greiningaraðilar á Wall Street í Bandaríkjunum telja flestir líkur á óbreyttum vöxtum en segja bankann munu fylgjast grannt með verðbólguþróun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group tekur sambankalán

FL Group hefur undirritað lánssaming fyrir 250 milljón evrur eða um 21,5 milljarða krónur, til fjármögnunar á hluta af hlutafjáreign FL Group í Glitni. Lánið er til þriggja ára með endurgreiðslu höfuðstóls í lok lánstíma. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir lántökuna marka tímamót fyrir félagið auk þess sem sveigjanleiki til fjárfestinga aukist til muna.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma Aker Seafoods snýst við

Norska útgerðarfélagið Aker Seafoods skilaði 39 milljónum norska króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 401 milljóna íslenskra króna og nokkur viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði tapi upp á 8 milljónir norskra króna eða tæplega 82,5 milljóna íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Amazon.com yfir væntingum

Bandaríska netverslunin Amazon.com skilaði 19 milljóna bandaríkjadala hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna og rétt tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi síðasta árs nam 30 milljónum dala, jafnvirði 2 milljarða króna. Hagnaðurinn er meiri en greiningaraðilar bjuggust við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið mundar lækningartólin

Sjúkdómseinkenni má greina á lyfjamarkaði, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis­eftirlitsins, í viðtali við Óla Kristján Ármannsson. Vikugömul staðfesting úrskurðarnefndar á ákvörðun eftirlitsins frá því í sumar færir því vopn í hendurnar í bar

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkelsið brenglar

Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskt ekki endilega aðalmálið

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftir höfðinu dansa limirnir

Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka.

Viðskipti innlent