Þríþraut

Bráðnaði ekki í hitanum á Filippseyjum og náði í silfur
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í öðru sæti á þríþrautarmóti á Filippseyjum í dag og náði sér þar með í dýrmæt stig í baráttunni um laus sæti á Ólympíuleikunum í París seinna í sumar.

Þurfti að eyða níu og hálfum tíma í leigubíl til að komast í burtu
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vann þríþrautarmót í Nepal um helgina. Mótið reyndi vissulega á okkar konu en aðalævintýrið var þó að komast aftur í burtu frá Nepal eftir keppnina.

Guðlaug Edda hækkaði sig um 76 sæti á heimslistanum
Tímabilið byrjar vel hjá bestu þríþrautarkonu landsins og Ólympíudraumurinn lifir góðu lífi.

Hljóp hundrað sinnum fram og til baka á flugvellinum
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði af stað í langferð um helgina en hún var á leiðinni til Namibíu í sunnanverðri Afríku.

Getur ekki horft á myndir af sjálfri sér frá því í fyrra
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir fór í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en hún lærði líka margt á því. Hún deilir nú ráðum fyrir fólk í svipaðri stöðu.

Íþróttafólk bjargaði ferðamönnum frá drukknum
Þríþrautarfólk er þolmikið og öflugt íþróttafólk enda að keppa hverju sinni í þremur ólíkum en krefjandi greinum. Hæfileikar þess geta líka bjargað mannslífum þegar svo liggur við.

„Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann“
Örlög ungrar sænskrar íþróttakonu á dögunum sýnir það svart að hvítu hvað er það versta sem getur gerst þegar íþróttafólk lendir í miklu mótlæti og missir móðinn.

Raðaði saman kramda íþróttahjartanu og náði markmiðum sínum
Sædís Björk Jónsdóttir verður um helgina yngsti Íslendingurinn til að keppa á HM í hálfum járnkarli. Hún segir tilfinninguna að tryggja sér sæti á HM eftir afar krefjandi ár í fyrra ólýsanlega. Sædís stefnir á að klára brautina á kringum fimm klukkustundum.

Fjöldi keppenda á HM í þríþraut veiktust eftir að hafa synt í gegnum skolp
Skipuleggjendur heimsmeistaramótsins í þríþraut og borgaryfirvöld í Sunderland í Englandi hafa verið gagnrýnd harðlega eftir að 57 keppendur á HM í þríþraut veiktust illa.

Veikindi sextíu sjósundskappa mögulega vegna skólps
Að minnsta kosti 57 manns veiktust af bæði ælupest og niðurgangi eftir að hafa keppt í sjósundi á heimsmótaröðinni í þríþraut í borginni Sunderland í Bretlandi síðustu helgi.

Banaslys í Ironman keppninni
Einn lést og einn slasaðist alvarlega þegar reiðhjól keppanda og mótorhjól myndatökumanns skullu saman í Ironman Evrópukeppninni í Hamborg í Þýskalandi í dag.

„Fyrst sögðu læknarnir við mig að ég væri ruglaður“
Sigmundur Stefánsson segir lækna hafa sagt sig kolruglaðan eftir að hann ákvað að hlaupa ítrekað maraþon í kjölfar hjartaáfalls og krabbameins.

„Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf“
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er aftur mætt til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem síðasta tímabil hennar endaði í nóvember síðastliðnum. Nú er komið að því að hefja nýtt tímabil.

Edda náði sínum besta árangri á Bermúda
Guðlaug Edda Hannesdóttir tók í gær stórt stökk upp listann sem ræður því hvaða þríþrautarkonur keppa á Ólympíuleikunum í París 2024, þegar hún keppti á móti á Bermúda.

Sigurður fyrstur Íslendinga til að vinna og fer á HM
Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki varð um helgina fyrstur Íslendinga til að vinna alþjóðlega keppni í Ironman þegar hann fagnaði sigri í Barcelona.

Ísak kunni varla að synda en sló svo líklega heimsmet í Ironman
Ísak Norðfjörð hafði gaman af því að taka fram úr pabba sínum og setti að öllum líkindum heimsmet þegar hann kláraði Ironman þríþrautina á Ítalíu, aðeins 18 ára og eins dags gamall. Samt segist hann varla hafa kunnað að synda fyrir hálfu ári síðan.

Fékk krampa í miðju bónorði
Eistneski þríþrautarkappinn Marti Alt mun líklega aldrei gleyma Járnkarlinum sem hann tók þátt í fyrra.

Járnnunnan kláraði enn eina þríþrautina nú 92 ára gömul
Madonna Buder er elsta konan í sögunni til að klára Járnkarlinn í þríþrautinni og í gær kláraði hún þríþrautakeppnina á bandaríska aldursflokkamótinu í þríþraut.

Edda lögð meðvitundarlaus inn á spítala og missir af stórmóti
Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fengið afar slæma matareitrun.

Guðlaug Edda fékk spark í andlitið í sundinu
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í dag í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í þríþraut í Pontevedra á Spáni. Keppt var í ólympískri vegalengd, það er 1500 metra vatnasund, 40 kílómetra hjólreiðar og 10 kílómetra hlaup.

Íslandsmeistarinn í ólympískri þríþraut með hálft lunga
Katrín Pálsdóttir er ein fremsta þríþrautarkona landsins og vann Íslandsmeistaratitilinn í ólympískri þríþraut um helgina en það vita færri að eftirmál veikinda hennar ættu að öllu eðlilegu að gera henni mjög erfitt fyrir í slíkri keppni.

Katrín og Sigurður Íslandsmeistarar í Ólympískri þríþraut
Íslandsmeistaramótið í Ólympískri þríþraut fór fram á föstudag við góðar aðstæður á Laugarvatni. Báru þau Katrín Pálsdóttir úr Sundfélagi Hafnafjarðar og Sigurður Örn Ragnarsson sigur úr bítum.

Guðlaug Edda náði næstbesta árangri sínum 11 mánuðum eftir aðgerð
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á sínu fyrsta móti í heimsbikarnum síðan árið 2020 þegar hún hafnaði í 16. sæti á móti í mótaröðinni sem fram fór í Arzachena á Ítalíu

Hrakfarir Eddu í fyrsta keppnisferðalagi ársins: Ég trúði ekki eigin augum
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur lent í ýmsu á ferlinum og er nú byrjuð að keppa á ný eftir að hafa farið í erfiða mjaðmaaðgerð.

Guðlaug Edda segir fjórða mánuðinn þann erfiðasta: Vonin byrjar í myrkrinu
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vinnur markvisst af því að koma til baka eftir efið meiðsli og stóra aðgerð á mjöðm. Það er ekki alltaf dans á rósum í endurkomunni eins og hún segir frá í nýjum pistli.

Bermúda eignaðist sinn fyrsta Ólympíumeistara: „Medalían er stærri en ég“
Flora Duffy frá Bermúdaeyjum skrifaði nýjan kafla í sögu þjóðar sinnar í nótt þegar hún vann þríþraut kvenna á Ólympíuleikunum i Tókýó.

27 ára Norðmaður vann fyrsta gull Norðurlandabúa á leikunum
Norðmaðurinn Kristian Blummenfelt vann gull í þríþraut karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Hann var ekki aðeins fyrsti gullverðlaunahafi Norðmanna á leikunum heldur einnig sá fyrsti frá Norðurlöndum.

Guðlaug Edda leið eftir aðgerðina og á mun erfiðara andlega en líkamlega
Íslenska þríþrautarkona Guðlaug Edda Hannesdóttir gekk undir stóra mjaðmaraðgerð fyrir rúmri viku en hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sem má að bjarga ferli hennar og halda um leið Ólympíudraumnum á lífi.

Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi.

Vart hugað líf í janúar en kláraði hálfan járnkarl í júní
Konu sem var vart hugað líf þegar hún lá í öndunarvél í níu daga í byrjun árs keppti í hálfum járnkarli um helgina. Hún segir að keppnin hafi hjálpað henni að treysta líkamanum á ný og er byrjuð að skipuleggja næsta mót.