„Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er klár í nýtt þríþrautartímabil. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er aftur mætt til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem síðasta tímabil hennar endaði í nóvember síðastliðnum. Nú er komið að því að hefja nýtt tímabil. Guðlaug Edda segir frá því sem hefur gengið hjá sér síðustu mánuði en hún er á því að undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Það gekk samt mikið á frá því að hún lauk keppni í nóvember því Guðlaug Edda fékk kórónuveiruna, flutti til Íslands og breytt æfingauppsetningunni sinni. „Keppnin verður því gott tækifæri fyrir okkur til að meta hvar ég stend æfingalega akkúrat núna og hvað við þurfum að leggja mesta áherslu á fyrir keppnirnar í sumar. Mér líður vel, ég er glöð og jákvæð og mjög spennt fyrir því að fá tækifæri að keppa aftur í heimsmeistaraseríunni á móti bestu konum í heimi. Í ár langar mig persónulega að leggja mikla áherslu á eigin viðhorf þegar kemur að keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir. „Stundum verður maður hræddur fyrir svona stórar keppnir; við óvissuna, niðurstöðurnar og mótherjana, það er eðlilegt en samt sem áður algjör óþarfi. Ég þarf ekkert að óttast, aðeins að tjá mig og vera ég sjálf alla leið í gegn. Þið sem þekkið mig vitið hversu mikið af minni tjáningu á sjálfri mér kemur í gegnum íþróttirnar,“ skrifaði Guðlaug Edda en hún segir í pistilinum að þríþrautin sé tjáningin hennar á sjálfinu og hún þurfi ekki að vera hrædd við að bara keppa. „Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf og keppi fyrir sjálfa mig. Það skiptir mestu máli,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Sjá meira
Guðlaug Edda segir frá því sem hefur gengið hjá sér síðustu mánuði en hún er á því að undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Það gekk samt mikið á frá því að hún lauk keppni í nóvember því Guðlaug Edda fékk kórónuveiruna, flutti til Íslands og breytt æfingauppsetningunni sinni. „Keppnin verður því gott tækifæri fyrir okkur til að meta hvar ég stend æfingalega akkúrat núna og hvað við þurfum að leggja mesta áherslu á fyrir keppnirnar í sumar. Mér líður vel, ég er glöð og jákvæð og mjög spennt fyrir því að fá tækifæri að keppa aftur í heimsmeistaraseríunni á móti bestu konum í heimi. Í ár langar mig persónulega að leggja mikla áherslu á eigin viðhorf þegar kemur að keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir. „Stundum verður maður hræddur fyrir svona stórar keppnir; við óvissuna, niðurstöðurnar og mótherjana, það er eðlilegt en samt sem áður algjör óþarfi. Ég þarf ekkert að óttast, aðeins að tjá mig og vera ég sjálf alla leið í gegn. Þið sem þekkið mig vitið hversu mikið af minni tjáningu á sjálfri mér kemur í gegnum íþróttirnar,“ skrifaði Guðlaug Edda en hún segir í pistilinum að þríþrautin sé tjáningin hennar á sjálfinu og hún þurfi ekki að vera hrædd við að bara keppa. „Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf og keppi fyrir sjálfa mig. Það skiptir mestu máli,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Sjá meira