Þurfti að eyða níu og hálfum tíma í leigubíl til að komast í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir fagnar hér sigri á þríþrautarmótinu í Nepal um helgina. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vann þríþrautarmót í Nepal um helgina. Mótið reyndi vissulega á okkar konu en aðalævintýrið var þó að komast aftur í burtu frá Nepal eftir keppnina. Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Nepal Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sjá meira
Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Nepal Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sjá meira