Samgönguslys

Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs
Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs.

Lýsa eftir konu sem ók Skoda með barn í bílnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni dökkblárar Skoda stationbifreiðar og vitnum af umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens í gær um klukkan 18.30. Þar var ekið á mann á rafskútu.

Fullur og á ofsahraða þegar banaslysið varð
Ökumaður fólksbifreiðar sem valt á Meðallandsvegi sunnan við Kirkjubæjarklaustur sumarið 2022 var undir áhrifum áfengis og langt yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Tvítug kona lést í bílslysinu.

Rútubílstjóri Airport Direct fékk áfallahjálp eftir slysið
Framkvæmdastjóri Airport Direct segir rútubílstjóra fyrirtækisins, sem keyrði á erlendan ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun, í áfalli eftir atvikið. Erfiðar aðstæður hafi verið þegar slysið varð í ljósaskiptum.

Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli
Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð.

„Ég hef aldrei verið föst í því að vorkenna mér. Ég lifði af“
Þóra Valný Yngvadóttir var 15 ára gömul þegar hún lenti ásamt fjórum öðrum í alvarlegu umferðarslysi á Sæbraut. Ungur vinur hennar lét lífið í slysinu. Atburðurinn átti eftir að hafa margvísleg áhrif á líf hennar, bæði leynt og ljóst.

Snjóruðningstæki og fólksbíll skullu saman á Þrengslavegi
Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust á, á Þrengslavegi og er fólksbíllinn mikið skemmdur. Ökumaður bílsins verður fluttur á slysadeild til skoðunar en áverkar hans eru taldir minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Var á óvenju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést
Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann.

Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna
Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur.

Heppni að ekki fór verr
Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á.

Þriggja bíla árekstur við Vesturlandsveg
Árekstur varð í hádeginu á frárein frá Vesturlandsvegi upp Höfðabakka. Líklega átti áreksturinn sér stað skömmu fyrir eitt í dag.

Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta
Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn.

Enginn slasaðist alvarlega
Enginn slasaðist alvarlega í rútuslysi á Holtavörðuheiði á þriðja tímanum í dag.

Rútuslys á Holtavörðuheiði
Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Ökumaður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð
Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní.

Strætóbílstjórinn og farþegi sluppu án meiðsla
Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Strætó segir þá ekki hafa slasast í veltunni fyrir utan að hafa verið í nokkru áfalli.

Strætisvagn á hliðina á þjóðveginum
Strætisvagn fór á hliðina í kvöld á þjóðveginum á Norðurlandi vestra.

Tveggja bíla árekstur við Sæbraut
Tveggja bíla árekstur varð nú á áttunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Er Sæbraut lokuð til austurs á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.

Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra
Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum.

Féll af hjóli í Urriðaholti
Einstaklingur á hjóli var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir umferðarslys á Holtsvegi í Urriðaholti í Garðabæ í morgun.

Harkalegur árekstur við Skeiðarvogsbrú
Árekstur var við Skeiðarvogsbrú um þrjúleytið í dag. Sjónarvottur telur að tveir bílar hafi lent í árekstri og segir að hann valdi einhverri umferðarteppu.

Út af veginum í fljúgandi hálku og tók ljósastaur með
Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll með tengivagn fór út af Reykjanesbrautinni sunnan við Kúagerði á níunda tímanum í morgun. Enginn slasaðist.

Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum
Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall.

„Við verðum að kunna okkur hóf í notkuninni“
Samgönguráðherra leggur áherslu á að frumvarp sem tekur á notkun rafhlaupahjóla fái meðferð í þinginu sem fyrst. Þó hjólin séu fínasta samgöngubót verði fólk að kunna sér hóf.

Árekstur á Þingvallavegi
Lögregla og sjúkralið var kallað til vegna áreksturs á Þingvallavegi í morgun.

Keyrði á gangandi vegfaranda og stakk af
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum vegna umferðarslyss þar sem ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar klukkan 18:15 í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna slysið.

Bílvelta í hvassviðri við Ingólfsfjall
Jeppi með hjólhýsi aftan í fór út af veginum í bílveltu á Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Banaslys á Reykjanesbraut
Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut, skammt austan við Fitjar í Reykjanesbæ í dag eftir að ökutæki sem hann ók valt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Slysin vaxtaverkir: Innviðirnir vandamálið en ekki hlaupahjólin
Holur, þverhníptir kantar og umferðaskilti á gangstéttum skapa ökumönnum rafhlaupahjóla óöruggt umhverfi, segir formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Á þéttari svæðum eigi að skilgreina hvar hjólin megi vera en há slysatíðni sé hluti af vaxtaverkjum.

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Alvarlegt umferðarslys varð þegar bíll valt á Reykjanesbraut, vestan við Grindarvíkurveg, í morgun. Lögregla og sjúkralið eru nú á vettvangi.