Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 20:12 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðsend „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira