Vinnumarkaður

Fréttamynd

Laun kvenna og karla í aðildar­félögum ASÍ og BSRB árið 2024

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir missa vinnuna í sumar

Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gagn­legt að stilla fyrir­tækjum upp gegn starfs­fólki

Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Til­raun langtíma­kjara­samninga hafi mis­tekist

Formaður VR segir að verðbólgutölur dagsins þýði að tilraunin sem lagt var upp með í síðustu kjarasamningum hafi mistekist. Segir hún að í fyrra hafi launafólk fallist á launahækkanir vel undir verðbólgu, í trausti þess að fyrirtæki myndu halda aftur af verðhækkunum.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­öryggi – Sam­eigin­leg á­byrgð

Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt.

Skoðun
Fréttamynd

Módelið svín­virkar fyrir marga en þó ekki alla

Almenn ánægja er meðal stjórnenda og starfsfólks leikskóla Kópavogs með innleiðingu Kópavogsmódelsins svonefnda en skoðanir eru mjög skiptar meðal foreldra. Leikskólum hefur nær aldrei verið lokað vegna manneklu eða veikinda frá því módelið var tekið upp fyrir tveimur árum. Verkalýðsfélög segja módelið aðför að jafnrétti kynjanna og sumir foreldrar eru afar gagnrýnir á háa greiðslubyrði og takmarkaða afslætti miðað við nágrannasveitarfélög.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir ríkis­borgarar rúm­lega helmingur at­vinnu­lausra

Atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og mældist atvinnuleysi 3,7 prósent í maímánuði, samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um 54 prósent fólks á atvinnuleysisskrá eru erlendir ríkisborgarar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfiðara að koma erlendu fólki aftur í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk er í á­falli yfir þessu“

Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu.

Innlent
Fréttamynd

Fastir á Kefla­víkur­flug­velli í þrjá daga án út­skýringa

Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða.

Innlent
Fréttamynd

Öllum sagt upp: „Ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf“

Þrettán starfsmönnum á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar var sagt upp á dögunum þar sem bæjaryfirvöld færðu rekstur þeirra undir skólana. Tíu manns voru boðin störf undir nýju fyrirkomulagi en ekki endilega sömu störf. Starfsfólk lýsir áhyggjum af því að frístundastarf í bænum rýrist.

Innlent
Fréttamynd

Að­för Vinnu­eftir­lits að hags­munum slasaðra.

Vinnueftirlit ríkisins, í daglegu tali kallað Vinnueftirlitið, var sett á laggirnar 1980 á grundvelli laga nr. 46/1980. Forveri Vinnueftirlitsins var Öryggiseftirlit ríkisins sem fjallaði nær eingöngu um öryggi véla og tækja. Við stofnun Vinnueftirlitsins varð mikil breyting á vinnuverndarstarfi, frá því að fjalla eingöngu um öryggismál til þess að fjalla um vinnuvernd í víðum skilningi.

Skoðun
Fréttamynd

Gigt, vinnu­markaðurinn, fjölgun hlutastarfa og við­eig­andi að­lögun

Í maí hefur Gigtarfélagið verið með vitundarvakningarmánuð til að vekja athygli á gigt og gigtarsjúkdómum og þeim víðtæku áhrifum sem hún hefur á sjúklinginn og þá sem næst honum standa. Gigt hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega líðan og lífsgæði heldur hefur hún áhrif á alla þætti lífsins, þar með talið getuna til atvinnuþátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið

Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið.

Innlent