Kjaramál

Fréttamynd

Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka

Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt.

Innlent
Fréttamynd

Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu

Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga.

Innlent
Fréttamynd

Segir á­kveðna starfs­menn hafa beitt sér gegn öðrum fram­bjóðandanum um for­manns­sæti Eflingar

Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár.

Innlent
Fréttamynd

Efling vísar ásökunum á bug

Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfs­manna­mála

Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu.

Innlent
Fréttamynd

BHM-félög vilja launaviðræður

Þess er krafist í yfirlýsingu 21 aðildarfélags innan BHM að ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hefji tafarlaust raunverulegt samtal um launalið kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar

Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Misboðið vegna hægagangs

Trúnaðarmannaráði Sameykis er fullkomlega misboðið með því að viðsemjendur þeirra bjóði upp á jafn mikinn hægagang í kjaraviðræðum og reyndin sé.

Innlent
Fréttamynd

Segja aukinn jöfnuð geta aukið hagvöxt

Laun eru ekki bara kostnaður fyrir atvinnurekendur heldur líka uppspretta eftirspurnar. Þetta segja tveir lektorar í hagfræði sem halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag. Aukinn tekjujöfnuður geti haft jákvæð áhrif á hagvöxt.

Innlent
Fréttamynd

Myndu kljúfa markaðinn í tvennt

Fyrirhugaðar breytingar á verðtryggingunni munu veikja verðmyndun vaxta. Hagfræðingur segir hættu á að bankar muni eiga erfitt með að fjármagna fasteignalán á nýrri vísitölu og því verði lánskjör verri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðrún nýtur áfram trausts formanns VR

Guðrún Johnsen var stjórnarformaður Arion banka þegar ráðningarsamningi við þáverandi bankastjóra var breytt. VR hefur skipað Guðrúnu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Formaður VR segist „treysta henni fullkomlega“

Viðskipti innlent