„Skammarleg ákvörðun“ HSu að segja upp öllu ræstingafólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 11:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, þar sem fullyrt er að stéttarfélögum hafi verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar hjá HSu og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Þá er jafnframt bent á að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, sem og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Í stað þess að afhenda þessum starfsmönnum uppsagnarbréf ættu stjórnendur HSu frekar að einbeita sér að því að bæta kjör þeirra. „Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja í tilkynningu. Sonja hyggst ræða málið á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag. Þá hafi verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. „Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,“ segir í tilkynningu BSRB. Kjaramál Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, þar sem fullyrt er að stéttarfélögum hafi verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar hjá HSu og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Þá er jafnframt bent á að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, sem og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Í stað þess að afhenda þessum starfsmönnum uppsagnarbréf ættu stjórnendur HSu frekar að einbeita sér að því að bæta kjör þeirra. „Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja í tilkynningu. Sonja hyggst ræða málið á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag. Þá hafi verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. „Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,“ segir í tilkynningu BSRB.
Kjaramál Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira