Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:47 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41