Noregur Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. Erlent 28.4.2021 08:13 Notaður bolli seldist á 1,7 milljónir Kona búsett í Stafangri rataði í fjölmiðla í Noregi á dögunum fyrir sögulega hátt verð sem hún fékk fyrir Múmínbolla sem hún var að selja frá sér. Engin furða, enda var verðið lyginni líkast: Hún fékk 110.000 norskar krónur fyrir þennan eina staka bolla, andvirði 1.650.000 króna. Viðskipti erlent 25.4.2021 21:59 Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan. Lífið 24.4.2021 07:51 Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Innlent 22.4.2021 09:59 Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Innlent 21.4.2021 15:49 Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. Innlent 21.4.2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. Innlent 21.4.2021 10:18 Til rannsóknar hvort fermingarbúðir 140 ungmenna standist sóttvarnareglur Norska lögreglan hefur til rannsóknar hvort sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar 140 fermingarbörn komu saman til fermingarfræðslu í Gjøvik síðustu helgi. Þátttakendur voru fermingarbörn úr fimm sveitarfélögum sem komu saman í Campus Arena í Gjøvik en viðburðurinn var liður í borgaralegri fermingarfræðslu á vegum samtakanna Human-Etisk. Erlent 17.4.2021 10:44 Solskjær fjárfestir í rafíþróttafyrirtæki frá heimaborginni Nýstofnuðu norsku rafíþróttafyrirtæki barst góður liðsstyrkur þegar knattspyrnustjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, fjárfesti í því. Rafíþróttir 16.4.2021 08:01 Gunnar Jóhann laus úr haldi Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem hefur í Noregi verið dæmdur fyrir morðið á hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni, hefur verið sleppt úr haldi þar til niðurstaða liggur fyrir um hvort mál hans verður tekið fyrir í Hæstarétti. Erlent 14.4.2021 19:24 Sonurinn grunaður um morðið Maðurinn sem er í haldi norsku lögreglunnar og grunaður um að hafa skotið lögfræðinginn Tor Kjærvik til bana, er sonur Kjærvik. Erlent 13.4.2021 12:40 Einn þekktasti lögfræðingur Noregs myrtur í Osló Norski lögfræðingurinn Tor Kjærvik var myrtur í íbúð í hverfinu Røa í höfuðborginni Osló í gærkvöldi. Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Erlent 13.4.2021 07:43 „Trúðafélag“ Valdimars og Ara Það hefur mikið gengið á í herbúðum norska knattspyrnufélagsins Strömsgodset undanfarið en nú er nýtt þjálfarateymi tekið við eftir að Daninn Henrik Pedersen hætti. Fótbolti 12.4.2021 13:00 Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna. Innlent 9.4.2021 20:00 Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi um páskana hefur samþykkt að vera framseldur til Noregs. Maðurinn er grunaður um aðild að alræmdu mannráns- og líkamsárásmáli í Noregi fyrir sex árum. Erlent 9.4.2021 15:38 Norðmenn breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda. Innlent 9.4.2021 14:34 Solberg gert að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir sóttvarnabrotin Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur verið gert að greiða 20 þúsund norskra króna sekt, um 300 þúsund íslenskar, vegna sóttvarnabrota í skíðabænum Geilo í lok febrúar. Erlent 9.4.2021 08:17 Útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar 2022 en segir að það sé síðasta verkfærið sem verði tekið upp úr kassanum, verði það notað. Fótbolti 7.4.2021 21:30 Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára. Lífið 31.3.2021 22:31 Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Viðskipti innlent 30.3.2021 23:26 Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar. Gagnrýni 29.3.2021 14:31 Svona komst Natan Dagur áfram í The Voice Norway Og Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í þriðju umferð norsku sjónvarpskeppninnar The Voice. Lífið 27.3.2021 17:54 Fimm ára dómi Gunnars Jóhanns áfrýjað til Hæstaréttar Saksóknari í Noregi hefur áfrýjað fangelsisdómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem féll í byrjun mánaðar til Hæstaréttar. Erlent 27.3.2021 11:46 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. Erlent 22.3.2021 22:38 Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Erlent 19.3.2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Erlent 18.3.2021 23:08 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Erlent 18.3.2021 12:30 Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. Innlent 18.3.2021 06:32 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. Innlent 16.3.2021 15:00 Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. Erlent 15.3.2021 19:30 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 49 ›
Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. Erlent 28.4.2021 08:13
Notaður bolli seldist á 1,7 milljónir Kona búsett í Stafangri rataði í fjölmiðla í Noregi á dögunum fyrir sögulega hátt verð sem hún fékk fyrir Múmínbolla sem hún var að selja frá sér. Engin furða, enda var verðið lyginni líkast: Hún fékk 110.000 norskar krónur fyrir þennan eina staka bolla, andvirði 1.650.000 króna. Viðskipti erlent 25.4.2021 21:59
Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan. Lífið 24.4.2021 07:51
Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Innlent 22.4.2021 09:59
Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Innlent 21.4.2021 15:49
Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. Innlent 21.4.2021 14:19
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. Innlent 21.4.2021 10:18
Til rannsóknar hvort fermingarbúðir 140 ungmenna standist sóttvarnareglur Norska lögreglan hefur til rannsóknar hvort sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar 140 fermingarbörn komu saman til fermingarfræðslu í Gjøvik síðustu helgi. Þátttakendur voru fermingarbörn úr fimm sveitarfélögum sem komu saman í Campus Arena í Gjøvik en viðburðurinn var liður í borgaralegri fermingarfræðslu á vegum samtakanna Human-Etisk. Erlent 17.4.2021 10:44
Solskjær fjárfestir í rafíþróttafyrirtæki frá heimaborginni Nýstofnuðu norsku rafíþróttafyrirtæki barst góður liðsstyrkur þegar knattspyrnustjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, fjárfesti í því. Rafíþróttir 16.4.2021 08:01
Gunnar Jóhann laus úr haldi Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem hefur í Noregi verið dæmdur fyrir morðið á hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni, hefur verið sleppt úr haldi þar til niðurstaða liggur fyrir um hvort mál hans verður tekið fyrir í Hæstarétti. Erlent 14.4.2021 19:24
Sonurinn grunaður um morðið Maðurinn sem er í haldi norsku lögreglunnar og grunaður um að hafa skotið lögfræðinginn Tor Kjærvik til bana, er sonur Kjærvik. Erlent 13.4.2021 12:40
Einn þekktasti lögfræðingur Noregs myrtur í Osló Norski lögfræðingurinn Tor Kjærvik var myrtur í íbúð í hverfinu Røa í höfuðborginni Osló í gærkvöldi. Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Erlent 13.4.2021 07:43
„Trúðafélag“ Valdimars og Ara Það hefur mikið gengið á í herbúðum norska knattspyrnufélagsins Strömsgodset undanfarið en nú er nýtt þjálfarateymi tekið við eftir að Daninn Henrik Pedersen hætti. Fótbolti 12.4.2021 13:00
Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna. Innlent 9.4.2021 20:00
Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi um páskana hefur samþykkt að vera framseldur til Noregs. Maðurinn er grunaður um aðild að alræmdu mannráns- og líkamsárásmáli í Noregi fyrir sex árum. Erlent 9.4.2021 15:38
Norðmenn breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda. Innlent 9.4.2021 14:34
Solberg gert að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir sóttvarnabrotin Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur verið gert að greiða 20 þúsund norskra króna sekt, um 300 þúsund íslenskar, vegna sóttvarnabrota í skíðabænum Geilo í lok febrúar. Erlent 9.4.2021 08:17
Útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar 2022 en segir að það sé síðasta verkfærið sem verði tekið upp úr kassanum, verði það notað. Fótbolti 7.4.2021 21:30
Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára. Lífið 31.3.2021 22:31
Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Viðskipti innlent 30.3.2021 23:26
Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar. Gagnrýni 29.3.2021 14:31
Svona komst Natan Dagur áfram í The Voice Norway Og Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í þriðju umferð norsku sjónvarpskeppninnar The Voice. Lífið 27.3.2021 17:54
Fimm ára dómi Gunnars Jóhanns áfrýjað til Hæstaréttar Saksóknari í Noregi hefur áfrýjað fangelsisdómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem féll í byrjun mánaðar til Hæstaréttar. Erlent 27.3.2021 11:46
Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. Erlent 22.3.2021 22:38
Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Erlent 19.3.2021 09:48
Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Erlent 18.3.2021 23:08
Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Erlent 18.3.2021 12:30
Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. Innlent 18.3.2021 06:32
Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. Innlent 16.3.2021 15:00
Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. Erlent 15.3.2021 19:30