Mexíkó Chicharito fékk sæta kveðju frá Sir Alex Mexíkóinn Javier Hernandez er búinn að loka hringnum á löngum ferli sínum. Enski boltinn 26.1.2024 11:30 Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Erlent 25.1.2024 10:50 Reggístrákarnir mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó. Fótbolti 22.11.2023 19:31 27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Erlent 26.10.2023 14:40 Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Erlent 25.10.2023 10:34 Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Erlent 6.10.2023 06:43 Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær. Erlent 2.10.2023 08:49 Eiginkona El Chapo laus úr steininum Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Erlent 14.9.2023 00:02 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. Erlent 7.9.2023 15:50 Þungunarrof afglæpavætt í Mexíkó Hæstiréttur Mexíkó fjarlægði í dag þungunarrof úr alríkishegningarlögum. Mikill fögnuður hefur orðið meðal Mexíkóbúa í kjölfarið. Erlent 7.9.2023 00:03 Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Erlent 6.9.2023 10:43 Ellefu þúsund dæmdir úr leik fyrir að svindla í maraþoni Rúmlega þriðjungur keppenda sem tóku þátt í Mexíkó-maraþoninu hafa verið dæmdir úr leik fyrir að svindla. Sport 6.9.2023 08:30 Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32 Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Erlent 19.8.2023 23:31 Mexíkóskt fylki bannar söngtexta sem innihalda kvenfyrirlitningu Yfirvöld í Chihuahua-fylki í Norðvestur-Mexíkó hafa bannað lifandi flutning tónlistarmanna á söngtextum sem hvetja til ofbeldis gagnvart konum. Erlent 1.8.2023 13:53 Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Erlent 17.7.2023 23:25 Markvörðurinn sem deilir meti með Messi og Ronaldo er allur Mexíkóski markvörðurinn Antonio Carbajal er látinn en hann varð 93 ára gamall. Fótbolti 10.5.2023 12:30 Biden sendir hermenn að landamærum Mexíkó Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að senda 1.500 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Það gerði hann vegna mikils fjölda fólks sem er að reyna að komast inn í landið um landamærin. Erlent 2.5.2023 18:54 Dómari í langt bann fyrir að sparka í punginn á leikmanni Dómari í Mexíkó hefur verið dæmdur í tólf leikja bann fyrir að sparka í leikmann. Fótbolti 5.4.2023 07:31 Golfvöllur hannaður af Tiger Woods fær PGA-mót Mexíkóskur golfvöllur sem Tiger Woods hannaði á sínum tíma fær að halda World Wide Technology golfmótið í ár. Golf 30.3.2023 14:31 Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Erlent 29.3.2023 15:05 Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. Erlent 28.3.2023 14:42 Glæpagengi biðst afsökunar á morðum og mannráni Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra. Erlent 10.3.2023 08:02 Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. Erlent 22.2.2023 07:25 Hásæti Pele er hér eftir á fótboltaleikvangi í Mexíkó Mexíkóska félagið Pachuca heiðraði brasilísku knattspyrnugoðsögnina Pele með sérstökum hætti í vikunni. Fótbolti 11.1.2023 13:01 Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51 Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. Erlent 2.1.2023 08:43 Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Erlent 31.12.2022 08:00 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. Erlent 21.12.2022 15:05 Gríðarlegur gámaveggur veldur usla Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda. Erlent 15.12.2022 13:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 10 ›
Chicharito fékk sæta kveðju frá Sir Alex Mexíkóinn Javier Hernandez er búinn að loka hringnum á löngum ferli sínum. Enski boltinn 26.1.2024 11:30
Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Erlent 25.1.2024 10:50
Reggístrákarnir mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó. Fótbolti 22.11.2023 19:31
27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Erlent 26.10.2023 14:40
Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Erlent 25.10.2023 10:34
Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Erlent 6.10.2023 06:43
Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær. Erlent 2.10.2023 08:49
Eiginkona El Chapo laus úr steininum Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Erlent 14.9.2023 00:02
Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. Erlent 7.9.2023 15:50
Þungunarrof afglæpavætt í Mexíkó Hæstiréttur Mexíkó fjarlægði í dag þungunarrof úr alríkishegningarlögum. Mikill fögnuður hefur orðið meðal Mexíkóbúa í kjölfarið. Erlent 7.9.2023 00:03
Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Erlent 6.9.2023 10:43
Ellefu þúsund dæmdir úr leik fyrir að svindla í maraþoni Rúmlega þriðjungur keppenda sem tóku þátt í Mexíkó-maraþoninu hafa verið dæmdir úr leik fyrir að svindla. Sport 6.9.2023 08:30
Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Erlent 19.8.2023 23:31
Mexíkóskt fylki bannar söngtexta sem innihalda kvenfyrirlitningu Yfirvöld í Chihuahua-fylki í Norðvestur-Mexíkó hafa bannað lifandi flutning tónlistarmanna á söngtextum sem hvetja til ofbeldis gagnvart konum. Erlent 1.8.2023 13:53
Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Erlent 17.7.2023 23:25
Markvörðurinn sem deilir meti með Messi og Ronaldo er allur Mexíkóski markvörðurinn Antonio Carbajal er látinn en hann varð 93 ára gamall. Fótbolti 10.5.2023 12:30
Biden sendir hermenn að landamærum Mexíkó Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að senda 1.500 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Það gerði hann vegna mikils fjölda fólks sem er að reyna að komast inn í landið um landamærin. Erlent 2.5.2023 18:54
Dómari í langt bann fyrir að sparka í punginn á leikmanni Dómari í Mexíkó hefur verið dæmdur í tólf leikja bann fyrir að sparka í leikmann. Fótbolti 5.4.2023 07:31
Golfvöllur hannaður af Tiger Woods fær PGA-mót Mexíkóskur golfvöllur sem Tiger Woods hannaði á sínum tíma fær að halda World Wide Technology golfmótið í ár. Golf 30.3.2023 14:31
Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Erlent 29.3.2023 15:05
Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. Erlent 28.3.2023 14:42
Glæpagengi biðst afsökunar á morðum og mannráni Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra. Erlent 10.3.2023 08:02
Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. Erlent 22.2.2023 07:25
Hásæti Pele er hér eftir á fótboltaleikvangi í Mexíkó Mexíkóska félagið Pachuca heiðraði brasilísku knattspyrnugoðsögnina Pele með sérstökum hætti í vikunni. Fótbolti 11.1.2023 13:01
Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. Erlent 2.1.2023 08:43
Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Erlent 31.12.2022 08:00
Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. Erlent 21.12.2022 15:05
Gríðarlegur gámaveggur veldur usla Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda. Erlent 15.12.2022 13:44