
Kína

Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á
Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré.

Minnst einn látinn vegna Saola
Fellibylurinn Saola olli töluverðum skemmdum á Hong Kong en þó minni en óttast var, þar sem hann veiktist á leið að eyjunum. Tré rifnuðu upp og brotnuðu víða og minnst einn hefur látið lífið eftir að fellibylurinn fór nærri Hong Kong og Macau í Kína.

Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar
Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao.

Tugir látnir og tugmilljarða tjón í flóðunum í Norður-Kína
Yfirvöld í Hebei-héraði í norðanverðu Kína segja að í það minnsta 29 hafi farist í miklum flóðum sem leifar fellibyljarins Doksuri báru með sér. Efnahagslegt tjón af hamförunum hlaupi á tugum milljarða dollara.

Segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem CIA tældi
Kínversk yfirvöld segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem vann fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Maðurinn vann í kínverskum hergagnaiðnaði og á að hafa boðist að flytja til Bandaríkjanna í skiptum fyrir viðkvæmar hernaðarupplýsingar.

Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína
Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu.

Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna
Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga.

Bæði ríki græði á umdeildri Norðurljósarannsóknarmiðstöð
Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf kína og Íslands á sviði jarðhita hafa borgað sig stórkostlega fyrir bæði lönd. Þá segir hann rannsóknarmiðstöð Norðurljósa sem reist var í Þingeyjarsýslu skila árangri til Íslendinga sem Kínverja.

Grunur um að sólarbjörn í kínverskum dýragarði sé maður
Forsvarsmenn dýragarðsins í kínversku borginni Hangzhou hafna því að birnir garðsins séu í raun fólk í búningum. Myndband náðist af einum sólarbirninum standa beinn á afturlöppunum eins og manneskja.

Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa
Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu.

Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid.

Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla
Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull.

Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við
Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný.

Kína ætlar að koma fólki á tunglið
Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030.

Þrjú börn meðal látinna eftir árás á leikskóla í Kína
Sex eru látnir eftir árás á leikskóla í borginni Lianjiang í Guangdong-héraði í Kína. Meðal látnu eru þrjú börn, tveir foreldrar og einn kennari.

Söngkonan Coco Lee er látin
Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Vísindamenn vara við ítrekuðum náttúruhamförum í júlí
Vísindamenn í Kína hafa varað við náttúruhamförum í júlí vegna öfgakenndra veðurviðburða. Forseti landsins, Xi Jinping, hefur hvatt yfirvöld til að gera meira til að bjarga mannslífum og innviðum frá gríðarlegum flóðum sem hafa staðið yfir.

Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands.

Banna Barbie vegna landakorts
Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.

Hafna forsendum tilgátu um leka úr veirustofnun Wuhan
Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins.

Reyna að tæla Indverja frá Rússum
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum.

Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína
Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári.

Bandaríkjamenn og Kínverjar reyna að draga úr spennu
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í tveggja daga heimsókn til Kína í gær og fundaði með Qin Gang utanríkisráðherra og Wang Yi sem fer fyrir utanríkismálum í stjórnmálaráði Kínverska kommúnistaflokksins.

Segir Xi hafa heitið því að senda Rússum ekki vopn
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í dag á fund Xi Jinping, forseta Kína, en eftir fundinn hétu þeir því að bæta samskipti ríkjanna. Þau hafa versnað verulega á undanförnum árum.

Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping.

Reynir að lægja öldurnar í heimsókn til Kína
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár.

Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands
Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir.

Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi
Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“.

Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu
Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar.

Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“
Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu.