

"Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa.“
Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær.
Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær.
Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir.
Tvær sprengjur sprungu við Dusit-hótelið í Westland-hverfinu heyrðist í kjölfarið skothríð.
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag sýknaði í morgun Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar.
Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum.
Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá.
Fjórir uppreisnarmenn innan stjórnarher Gabon voru handteknir í morgun.
Forsetinn Ali Bongo er sagður hafa fengið slag í október síðastliðnum og gengist undir meðferðir í Marókkó.
Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag.
Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár.
Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins.
Egypsk yfirvöld gripu til aðgerða í kjölfar sprengjuárásar á rútu í gær. Fjörutíu vígamenn voru skotnir til bana í aðgerðum lögreglu í morgun.
Egypskur leiðsögumaður og fjórir víetnamskir ferðamenn létust þegar sprengja sprakk við hlið rútu þeirra í Egyptalandi í gær.
Tveir eru látnir og tólf særðir eftir sprengja sprakk við rútu þeirra.
Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu.
Mótmælendur söfnuðust saman vegna ákvörðunar kjörstjórnar um að meina höfuðvígum stjórnarandstöðu að taka þátt í kosningum.
Kjörstjórn Austur-Kongó (CENI) greindi frá þessari niðurstöðu sinni í gær.
Í það minnsta þrír eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í utanríkisráðuneyti Líbíu í Trípólí fyrr í dag.
Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun.
Áhugamenn um höfuðborgir heimsins munu að öllum líkindum þurfa að uppfæra þekkingu sína nú þegar ríkisstjórn Afríkuríkisins Búrúndí hefur tekið ákvörðun um að skipta.
Níu voru handteknir í gær og í dag og er talið að þeir tilheyri sömu samtökum og þeir fjórir sem voru þegar í haldi vegna morðanna, en málið er rannsakað sem hryðjuverk.
Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn.
Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.
Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu.
Fyrrverandi forsetafrú Simbabve er grunuð um að hafa ráðist á fyrirsætu á hótelherbergi í Suður-Afríku í ágúst 2017.
Fyrrverandi yfirmaður nígeríska hersins var skotinn til bana í árás fyrir utan höfuðborgina
Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG.
Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar.