Heilbrigðismál

Fréttamynd

Egill Þór er látinn

Egill Þór Jónsson, teymisstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er látinn. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í návist fjölskyldu og vina föstudagskvöldið 20. desember. Hann var 34 ára gamall og hafði undanfarin ár háð harða baráttu við krabbamein.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti læknirinn í heil­brigðis­ráðu­neytinu

Alma D. Möller fyrrverandi landlæknir tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu í dag frá Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Hún segir tilfinninguna að taka við ráðuneytinu ótrúlega og hlakkar til að læra og takast á við nýja hluti. Hún er fyrsti læknirinn sem verður heilbrigðisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuvera liggur niðri

Heilsuvera, vefur þar sem almenningur á í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, liggur niðri.

Innlent
Fréttamynd

Kanni frekar mögu­legar auka­verkanir af notkun Ozempic

Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion.

Erlent
Fréttamynd

Sjö börn liggja inni en ekkert á gjör­gæslu

Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítala falið að undir­búa nýtt með­ferðar­úr­ræði

Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum.

Innlent
Fréttamynd

Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál

Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga. 

Lífið
Fréttamynd

Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt

Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sátt með að fá ekki sæti við borðið

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. 

Innlent
Fréttamynd

„Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“

Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir felldi tár þegar hún komst á topp Þengilhöfða í Eyjafirði. Nokkrum vikum fyrr komst hún ekki milli staða án þess að nota göngugrind. Tæki sem skipti sköpum en þýddi augngotur fólks á förnum vegi, eitthvað sem var erfitt að venjast. 

Lífið
Fréttamynd

Rík á­stæða til að kvíða næstu mánuðum

Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljósir hags­munaá­rekstrar að lyf­sali skrifi upp á lyf

Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna.

Innlent
Fréttamynd

RS veiran – blikur á lofti

Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Bið eftir að­gerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins

Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. 

Innlent
Fréttamynd

„Fé fylgi sjúk­lingi – ný út­færsla“

Við höfum verið í ákveðinni baráttu hérlendis með það hvernig við sjáum fyrir okkur heilbrigðisþjónustuna til framtíðar, enda um einn stærsta, dýrasta og jafnframt flóknasta málaflokk ríkisfjármála að ræða, þar sem sitt sýnist hverjum.

Skoðun
Fréttamynd

Morðið af­hjúpar kraumandi reiði í garð trygginga­fé­laga

Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 

Erlent
Fréttamynd

Með óútskýrða floga­veiki í kjöl­far fæðingar

Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

Ný­sköpun í heil­brigðistækni skilar á­vinningi

Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Svif­ryksmengun í borginni í dag og næstu daga

Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla.

Innlent