Dýr

Fréttamynd

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir flóð­hestar greindust smitaðir

Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman

Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því.

Innlent
Fréttamynd

Nöfnin sem hesta­nafna­nefnd hefur hafnað

Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum.

Innlent
Fréttamynd

Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp

Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna.

Innlent
Fréttamynd

Velferð dýra skal alltaf ráða för

Á lögbýlinu Lágafelli hefur verið stundaður blóðbúskapur frá árinu 1985, samhliða ræktun hrossa. Óhætt er að segja að sú mynd sem dregin var upp af rekstrinum í umfjöllun fjölmiðla í vikunni, er ekki í neinu samræmi við það sem almennt gengur og gerist í þessum geira.

Skoðun
Fréttamynd

Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki

Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum

Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Fordæma illa meðferð á blóðmerum

Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hollywood-björninn Bart er allur

Hollywood-björninn Björninn Bart annar (e. Bart the Bear II) er allur, 21 árs að aldri. Björninn hafði birst í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, þeirra á meðal Dagfinni dýralækni 2, Into the Wild og Game of Thrones.

Lífið
Fréttamynd

Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu

Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra.

Innlent
Fréttamynd

Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

„Kerfis­bundið og sí­endur­tekið dýra­níð“

Formaður Félags hrossabænda segist telja fólk úr sínum röðum vera slegið yfir þeim myndum sem sáust í myndbandi sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Félag tamningamanna kallar eftir úrbótum og skorar á MAST að taka sig á í eftirliti.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“

„Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku

Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að flytja inn blendings­hund

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á blendingshundi til Íslands í vikunni. Málið hefur áður komið inn á borð ráðuneytisins. Hundurinn er af tegundinni American Staffordshire Terrier.

Innlent
Fréttamynd

Leitaði skjóls í kirkju á fyrsta degi veiðitímabilsins

Dádýr virðist hafa leitað á náðir guðs þegar það fór í gegnum rúðu á kirkju í Michigan í Bandaríkjunum á fyrsta degi veiðitímabilsins þar. Þegar prestar Grace Sturgis-kirkjunnar mættu til vinnu á mánudaginn komu þeir að karldýri þar inni en þeim tóksta að smala því út.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt hestakyn á Íslandi?

Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi.

Innlent