Kóngafólk

Fréttamynd

Ein­hyrningsáætlun hrundið af stað eftir and­lát drottningar

Löngum hefur verið rætt um að breska krúnan sé með viðbragðsáætlanir í handraðanum, sem gripið er til þegar þjóðhöfðinginn deyr. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, og því ljóst að gera þarf ýmsar ráðstafanir, til að mynda hvað varðar útför hennar.

Erlent
Fréttamynd

Sorgin fest á filmu

Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni.

Erlent
Fréttamynd

Verður Karl III Bret­lands­konungur

Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin undir sérs­töku eftir­liti lækna

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað.

Erlent
Fréttamynd

Tek­ur ekki á móti nýj­um for­sæt­is­ráð­herr­a í Buck­ing­ham-höll í fyrst­a sinn í sjö­tí­u ár

Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar.

Erlent
Fréttamynd

Aldar­fjórðungur frá dauða Díönu

Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify

Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég er mættur til að drepa drottninguna“

Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga.

Erlent
Fréttamynd

Dönsk prinsessa að skilja

Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn.

Lífið
Fréttamynd

Harry prins vann meið­yrða­mál

Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt.

Erlent
Fréttamynd

Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar

Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur og Katrín flytja úr höll í „lítil­fjör­legt“ hús

Vilhjálmur Prins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið hvert þau hyggjast flytja næst. Þau ætla að flytja frá Kensington höll inn í „lítilfjörlegt“ fjögurra svefnherbergja hús á Windsor-landareigninni til að vera nær drottningunni og tryggja börnum sínum góða skólagöngu.

Lífið
Fréttamynd

Hefur nú setið á valda­stóli næst­lengst allra þjóð­höfðingja

Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga

Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð

Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans.

Erlent
Fréttamynd

Bretaprins hrósar Jake Daniels fyrir hugrekki sitt

Vilhjálmur Bretaprins hrósaði Jake Daniels fyrir hugrekkið sem hann sýndi þegar hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Daniels er eini núverandi atvinnumaður Bretlands í fótbolta sem er opinberlega samkynhneigður.

Fótbolti