Fréttir af flugi

Fréttamynd

„Far­þegum er bara blandað saman“

Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair

Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka verður hröð og stór skref

Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar

Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár

Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innan­lands­flug einnig undir merkjum Icelandair

Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er Steinn Logi það sem Icelandair vantar svo sárlega?

Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, Steinn Logi Björnsson, sækir nú stíft að vera kosinn í stjórn Icelandair Group. Steinn Logi segist þekkja vel til flugrekstrar og þess vegna þurfi eigendur Icelandair Group á þjónustu hans að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Sókn Icelandair Group

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Icelandair Group að undanförnu. Slík umræða kemur ekki á óvart enda um að ræða eitt stærsta fyrirtæki landsins sem er í eigu tæplega 15.000 hluthafa, flestir þeirra íslenskir, og framgangur félagsins á næstu misserum mun hafa töluverð áhrif á viðspyrnu íslensks efnahagslífs í kjölfar COVID-19 faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

FÍA stefnir Blá­fugli og SA vegna ó­lög­mætra upp­sagna

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku.

Innlent
Fréttamynd

Boeing 777-þotur kyrrsettar

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur kyrrsett 24 Boeing 777-þotur í flota sínum eftir að eldur kom upp í hreyfli einnar þeirrar á laugardaginn var.

Erlent