Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 16:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er nokkuð bjartsýnn á horfurnar fyrir sumarið. Vísir/Egill „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira