Krakkar

Fréttamynd

Ásta Dóra er undrabarn í píanóleik

Hún er undrabarn í píanóleik, enda hefur hún unnið fjölmargar píanókeppnir hér heima og erlendis. Hér erum við að tala um Ástu Dóru Finnsdóttur, sextán ára stelpu í Garðabæ.

Lífið
Fréttamynd

Von­góðir um að halda tré­húsinu

Formaður heilbrigðisnefndar segist bjartsýnn á að lausn finnist á málunum þannig að sex vinir geti fengið að halda trjákofanum sínum sem þeim hafði verið fyrirskipað að rífa. Drengirnir segja verkefnið hafa styrkt vináttu sína heilmikið.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólabörn rappa um Kjarval

Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 

Innlent
Fréttamynd

Býst við allt að þrjú þúsund börnum

Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Fjögurra ára og hámar í sig súrmat

Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk.

Innlent
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka - Friður

Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Jól
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“

„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar. 

Jól
Fréttamynd

13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair

Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime

Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand.

Neytendur
Fréttamynd

Ellefu ára rit­höfundur með sína fyrstu skáld­sögu

Þrátt fyrir að Halla María Lárusdóttir sé ekki nema 11 ára gömul þá er hún búin að gefa út sína fyrstu skáldsögu, auk þess að myndskreyta bókina. Sögupersóna bókarinnar, Kolbrún lendir í allskyns ævintýrum í sögunni þar sem hálsmen spilar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Þórir Snær Sigurðs­son vann Rímna­flæði 2022

Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“.

Tónlist
Fréttamynd

Stóð ógn af Braga Páli á fram­halds­skóla­árunum

Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska.

Lífið
Fréttamynd

Réttar­holts­skóli vann Skrekk

Réttarholtsskóli bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu nýrri barnabók með tívolí þema í Nauthólsvík

Út er komin bókin Mía fer í Tívolí. Höfundur bókarinnar er Þórunn Eva G. Pálsdóttir en Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti. Jón Sverrir sonur Þórunnar fékk það skemmtilega hlutverk að aðstoða Bergrúnu og litaði teikningarnar í bókinni. 

Lífið
Fréttamynd

Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut fyrr í vikunni alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.

Lífið
Fréttamynd

Þrá að komast í skóla á Íslandi

Tugir barna á flótta fylla leikherbergi Hjálpræðishersins flesta daga. Þar njóta þau þess að hitta jafnaldrana meðan þau bíða eftir því að komast í skóla en sumum finnst biðin frekar löng.

Innlent