Fréttir 30 þúsund fyrir kortersvinnu Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni. Innlent 12.3.2007 17:46 45 ára ferli að ljúka Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Erlent 12.3.2007 18:20 Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Innlent 12.3.2007 17:38 Fröken elliheimili kosin í Sviss Fegurðarsamkeppni fyrir ellilífeyrisþega – Fröken elliheimili – var haldin í fyrsta sinn á laugardagskvöldið í Sviss. Einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni eru að þátttakendur geti gengið án hjálpar, séu yfir sjötugt og búi einir. Laurent Rerat framkvæmdastjóri keppninnar fékk hugmyndina þegar hann velti fyrir sér æsku-þráhyggju nútímans. Lífið 12.3.2007 16:45 Telja fasteignaverð á uppleið Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar. Viðskipti innlent 12.3.2007 16:41 Lögmenn mótmæla í Pakistan Lögmenn í Pakistan mótmæltu víða um landið og sniðgengu réttarsali í dag í mótmælaskyni við brottvikningu æðsta dómara landsins úr embætti. Musharaf forseti tók ákvörðunina vegna misnotkunar dómarans í embætti. Meira en 20 lögmenn slösuðust í átökum við lögreglu í Lahore og hundruðir lögmanna í svörtum jakkafötum fylktu liði í öðrum borgum. Erlent 12.3.2007 16:36 Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Innlent 12.3.2007 16:06 Samningur um kjarnorkuþróun milli Líbýu og Bandaríkjanna Bandaríkin munu undirrita samstarfsyfirlýsingu við Líbýu um þróun kjarnorku til orkunota. Líbýska fréttastofan Jana greindi frá þessu í dag. Í yfirlýsingu segir að Líbýsk nefnd um alþjóðlegt samstarf hafi verið falið að skrifa undir samstarfssamning við Bandaríkin um friðsamlega notkun kjarnorku. Erlent 12.3.2007 15:12 Fréttamanni BBC rænt Alan Johnston fréttaritara breska ríkisútvarpsins BBC í Palestínu var rænt á Gaza í dag. Lögreglan segir ekki ljóst hverjir standa á bakvið ránið. Heimildarmenn staðfestu að maðurinn væri Alan Johnston, en bílaleigubíll hans fannst í Gasaborg. Lögreglan vinnur nú að rannsókn mannránsins. Erlent 12.3.2007 15:00 Sjálfsmorðsárás á Internet kaffihúsi Maður sem var meinaður aðgangur að hryðjuverkasíðu á Internet kaffihúsi í Casablanca í Marokkó sprengdi sjálfan sig í loft upp á staðnum í gærkvöldi. Þrír særðust í sjálfsmorðsárásinni, þar á meðal kaffihúsaeigandinn. Atvikið átti sér stað þegar maðurinn kom inn ásamt félaga sínum og lenti í deilu við eigandann út af aðgangi að vefsíðu íslamskra öfgamanna. Erlent 12.3.2007 14:24 Verðbólgan meiri en spáð var Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti innlent 12.3.2007 13:29 Verð á veitingum mikil vonbrigði Geir Haarde forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að verð á veitingahúsum skuli ekki hafa lækkað meira en raun ber vitni. Hagstofan hafði reiknað með lækkun hjá veitingahúsum upp á tæplega 9 prósent, en raunlækkun er einungis rúmlega þrjú prósent. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 að það væri algjört lágmark að veitingaþjónustan skilaði sínu í átaki um að lækka matarverð: „Mér finnst þetta ekki gott.“ Innlent 12.3.2007 12:11 3-400 störf á landsbyggðina Þrjú til fjögurhundruð störf gætu lagst landsbyggðinni til á ári að mati formanns Samfylkingarinnar ef störf óháð staðsetningu væru auglýst sem slík. Innlent 12.3.2007 12:02 Þrjú fjarskiptafyrirtæki sóttu um þriðju kynslóðina Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Viðskipti innlent 12.3.2007 11:28 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. Viðskipti innlent 12.3.2007 11:16 Dró til baka meint samráð við Tryggva Niels H. Morthensen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins SMS í Færeyjum, var fyrsta vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann dró til baka yfirlýsingu sem hann gaf áður í lögregluskýrslu um að hann og Tryggvi Jónsson hefðu haft samráð um hvernig útskýra ætti ríflega 46 milljóna króna kredityfirlýsingu sem SMS gaf út fyrir Baug og færð var í bókhald Baugs. Innlent 12.3.2007 10:54 Hagvöxtur í Japan umfram spár Hagvöxtur mældist 1,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í Japan í fyrra samanborið við 1,2 prósenta hagvöxt á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum japönsku hagstofunnar. Þetta er ívið meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Hagvöxtur mældist 5,5 prósent á ársgrundvelli í fyrra og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár. Viðskipti erlent 12.3.2007 09:32 Rafmagn og hiti hefur lækkað Raforkuverð hefur lækkað um þriðjung að raunvirði á áratug og heita vatnið um fjórðung. Sé miðað við launaþróun á tímabilinu er lækkunin 46 prósent á rafmagni og 36 prósent á hita. Þetta kemur fram í fréttabréfi Orkuveitu Reykjavíkur en þar er verðþróunin borin saman við byggingarvísitölu. Innlent 12.3.2007 09:58 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:57 Kínverjar framleiða farþegaþotur Kínverjar ætla að hefja smíði á stórum farþegaflugvélum sem keppa muni við flugvélarisana á markaðnum, Airbus og Boeing. Flugvélarnar eiga að koma á markað árið 2020. Kínverjar eru þegar byrjaðir á framleiðslu á flugvélum af millistærð fyrir innanlandsflug en fyrsta flugvélin kemur á markað á næsta ári. Viðskipti erlent 12.3.2007 09:18 Lækkun virðisauka á matvöru skilar sér að hluta Vísitala neysluverð lækkaði um 0,34 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga sé 5,9 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er mun minni lækkun en gert var ráð fyrir. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur þó skilað sér því á tímabilinu lækkaði verð á mat og drykk um rúm sjö prósent. Verð á veitingum lækkaði þó aðeins um 3,2 prósent. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:10 Óeirðaseggir hugsanlega útilokaðir frá leikjum Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Íslands segir að óeirðaseggirnir sem stofnuðu til slagsmála á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í gær, verði útilokaðir frá handboltaleikjum í framtíðinni. Handbolti 11.3.2007 19:55 Skildu eftir marijúana fyrir 1,4 milljarða Farmur af marijúana, að verðmæti allt að 1,4 milljörðum íslenskra króna, fannst í yfirgefnum sendiferðabíl í Kaliforníu. Bifreiðin var ólæst og vélarhlífin heit en enginn var ökumaðurinn. Erlent 11.3.2007 20:32 Simbabve nálgast suðumark Yfirvöld í Simbabve handtóku í dag einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu fyrir að rjúfa bann við pólitískum samkomum. Ástandið er afar viðkvæmt í landinu enda er atvinnuleysi mikið og efnahagurinn því sem næst í rúst. Erlent 11.3.2007 17:22 Ströng stefna gagnvart innflytjendum Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi. Innlent 11.3.2007 18:35 Snaraði þrettán fílakálfum Indverski spekingurinn Sri Chinmoy er enn í fullu fjöri þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur. Í vikunni brá hann sér til Taílands þar sem hann gerði sér lítið fyrir og lyfti 13 fílakálfum á þremur dögum. Erlent 11.3.2007 17:26 Rændi 101 árs gamla konu Myndband sem sýnir óprúttinn ræningja hrinda hundrað og eins árs gamalli konu í gólfið og ræna svo handtösku hennar hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla leit er ræninginn enn ófundinn Erlent 11.3.2007 17:13 Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. Innlent 11.3.2007 18:34 Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. Innlent 11.3.2007 18:29 Vatnstjón vegna eldingar Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Innlent 11.3.2007 18:28 « ‹ 200 201 202 203 204 205 206 207 208 … 334 ›
30 þúsund fyrir kortersvinnu Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni. Innlent 12.3.2007 17:46
45 ára ferli að ljúka Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Erlent 12.3.2007 18:20
Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Innlent 12.3.2007 17:38
Fröken elliheimili kosin í Sviss Fegurðarsamkeppni fyrir ellilífeyrisþega – Fröken elliheimili – var haldin í fyrsta sinn á laugardagskvöldið í Sviss. Einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni eru að þátttakendur geti gengið án hjálpar, séu yfir sjötugt og búi einir. Laurent Rerat framkvæmdastjóri keppninnar fékk hugmyndina þegar hann velti fyrir sér æsku-þráhyggju nútímans. Lífið 12.3.2007 16:45
Telja fasteignaverð á uppleið Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar. Viðskipti innlent 12.3.2007 16:41
Lögmenn mótmæla í Pakistan Lögmenn í Pakistan mótmæltu víða um landið og sniðgengu réttarsali í dag í mótmælaskyni við brottvikningu æðsta dómara landsins úr embætti. Musharaf forseti tók ákvörðunina vegna misnotkunar dómarans í embætti. Meira en 20 lögmenn slösuðust í átökum við lögreglu í Lahore og hundruðir lögmanna í svörtum jakkafötum fylktu liði í öðrum borgum. Erlent 12.3.2007 16:36
Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Innlent 12.3.2007 16:06
Samningur um kjarnorkuþróun milli Líbýu og Bandaríkjanna Bandaríkin munu undirrita samstarfsyfirlýsingu við Líbýu um þróun kjarnorku til orkunota. Líbýska fréttastofan Jana greindi frá þessu í dag. Í yfirlýsingu segir að Líbýsk nefnd um alþjóðlegt samstarf hafi verið falið að skrifa undir samstarfssamning við Bandaríkin um friðsamlega notkun kjarnorku. Erlent 12.3.2007 15:12
Fréttamanni BBC rænt Alan Johnston fréttaritara breska ríkisútvarpsins BBC í Palestínu var rænt á Gaza í dag. Lögreglan segir ekki ljóst hverjir standa á bakvið ránið. Heimildarmenn staðfestu að maðurinn væri Alan Johnston, en bílaleigubíll hans fannst í Gasaborg. Lögreglan vinnur nú að rannsókn mannránsins. Erlent 12.3.2007 15:00
Sjálfsmorðsárás á Internet kaffihúsi Maður sem var meinaður aðgangur að hryðjuverkasíðu á Internet kaffihúsi í Casablanca í Marokkó sprengdi sjálfan sig í loft upp á staðnum í gærkvöldi. Þrír særðust í sjálfsmorðsárásinni, þar á meðal kaffihúsaeigandinn. Atvikið átti sér stað þegar maðurinn kom inn ásamt félaga sínum og lenti í deilu við eigandann út af aðgangi að vefsíðu íslamskra öfgamanna. Erlent 12.3.2007 14:24
Verðbólgan meiri en spáð var Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti innlent 12.3.2007 13:29
Verð á veitingum mikil vonbrigði Geir Haarde forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að verð á veitingahúsum skuli ekki hafa lækkað meira en raun ber vitni. Hagstofan hafði reiknað með lækkun hjá veitingahúsum upp á tæplega 9 prósent, en raunlækkun er einungis rúmlega þrjú prósent. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 að það væri algjört lágmark að veitingaþjónustan skilaði sínu í átaki um að lækka matarverð: „Mér finnst þetta ekki gott.“ Innlent 12.3.2007 12:11
3-400 störf á landsbyggðina Þrjú til fjögurhundruð störf gætu lagst landsbyggðinni til á ári að mati formanns Samfylkingarinnar ef störf óháð staðsetningu væru auglýst sem slík. Innlent 12.3.2007 12:02
Þrjú fjarskiptafyrirtæki sóttu um þriðju kynslóðina Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Viðskipti innlent 12.3.2007 11:28
Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. Viðskipti innlent 12.3.2007 11:16
Dró til baka meint samráð við Tryggva Niels H. Morthensen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins SMS í Færeyjum, var fyrsta vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann dró til baka yfirlýsingu sem hann gaf áður í lögregluskýrslu um að hann og Tryggvi Jónsson hefðu haft samráð um hvernig útskýra ætti ríflega 46 milljóna króna kredityfirlýsingu sem SMS gaf út fyrir Baug og færð var í bókhald Baugs. Innlent 12.3.2007 10:54
Hagvöxtur í Japan umfram spár Hagvöxtur mældist 1,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í Japan í fyrra samanborið við 1,2 prósenta hagvöxt á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum japönsku hagstofunnar. Þetta er ívið meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Hagvöxtur mældist 5,5 prósent á ársgrundvelli í fyrra og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár. Viðskipti erlent 12.3.2007 09:32
Rafmagn og hiti hefur lækkað Raforkuverð hefur lækkað um þriðjung að raunvirði á áratug og heita vatnið um fjórðung. Sé miðað við launaþróun á tímabilinu er lækkunin 46 prósent á rafmagni og 36 prósent á hita. Þetta kemur fram í fréttabréfi Orkuveitu Reykjavíkur en þar er verðþróunin borin saman við byggingarvísitölu. Innlent 12.3.2007 09:58
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:57
Kínverjar framleiða farþegaþotur Kínverjar ætla að hefja smíði á stórum farþegaflugvélum sem keppa muni við flugvélarisana á markaðnum, Airbus og Boeing. Flugvélarnar eiga að koma á markað árið 2020. Kínverjar eru þegar byrjaðir á framleiðslu á flugvélum af millistærð fyrir innanlandsflug en fyrsta flugvélin kemur á markað á næsta ári. Viðskipti erlent 12.3.2007 09:18
Lækkun virðisauka á matvöru skilar sér að hluta Vísitala neysluverð lækkaði um 0,34 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga sé 5,9 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er mun minni lækkun en gert var ráð fyrir. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur þó skilað sér því á tímabilinu lækkaði verð á mat og drykk um rúm sjö prósent. Verð á veitingum lækkaði þó aðeins um 3,2 prósent. Viðskipti innlent 12.3.2007 09:10
Óeirðaseggir hugsanlega útilokaðir frá leikjum Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Íslands segir að óeirðaseggirnir sem stofnuðu til slagsmála á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í gær, verði útilokaðir frá handboltaleikjum í framtíðinni. Handbolti 11.3.2007 19:55
Skildu eftir marijúana fyrir 1,4 milljarða Farmur af marijúana, að verðmæti allt að 1,4 milljörðum íslenskra króna, fannst í yfirgefnum sendiferðabíl í Kaliforníu. Bifreiðin var ólæst og vélarhlífin heit en enginn var ökumaðurinn. Erlent 11.3.2007 20:32
Simbabve nálgast suðumark Yfirvöld í Simbabve handtóku í dag einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu fyrir að rjúfa bann við pólitískum samkomum. Ástandið er afar viðkvæmt í landinu enda er atvinnuleysi mikið og efnahagurinn því sem næst í rúst. Erlent 11.3.2007 17:22
Ströng stefna gagnvart innflytjendum Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi. Innlent 11.3.2007 18:35
Snaraði þrettán fílakálfum Indverski spekingurinn Sri Chinmoy er enn í fullu fjöri þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur. Í vikunni brá hann sér til Taílands þar sem hann gerði sér lítið fyrir og lyfti 13 fílakálfum á þremur dögum. Erlent 11.3.2007 17:26
Rændi 101 árs gamla konu Myndband sem sýnir óprúttinn ræningja hrinda hundrað og eins árs gamalli konu í gólfið og ræna svo handtösku hennar hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla leit er ræninginn enn ófundinn Erlent 11.3.2007 17:13
Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. Innlent 11.3.2007 18:34
Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. Innlent 11.3.2007 18:29
Vatnstjón vegna eldingar Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Innlent 11.3.2007 18:28