Vatnstjón vegna eldingar 11. mars 2007 18:30 Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira