Vatnstjón vegna eldingar 11. mars 2007 18:30 Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira