Viktor Örn Ásgeirsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bíllinn líka í jóla­baðið: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin“

Langar biðraðir hafa verið í bílaþvottastöðvar Löðurs síðustu daga en fyrirtækið rekur alls fimmtán bílaþvottastöðvar hér á landi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir síðustu daga fyrir jól vera allra stærstu daga ársins í bílaþvotti, að frátöldum nýársdag.

Þessar tak­­markanir tóku gildi á mið­­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun.

Gekk á skíðum fyrir Ljósið og sló Ís­lands­­met

Velunnarar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, gengu samanlagt 2721 kílómetra á gönguskíðum í gærkvöldi og í gærnótt. Skíðagangan hófst við sólsetur klukkan 16 í gær og lauk átján tímum síðar, við sólarupprás í morgun. Gengið var upp í Bláfjöll og boðið var upp á kakó og bananabrauð fyrir þátttakendur.

Ís­lendingur vann 439 milljónir í Víkinga­lottó

Jólin koma snemma hjá sumum í ár en ljónheppinn Íslendingur vann fyrsta vinning í Víkingalottó núna fyrr í kvöld. Vinningurinn hljóðaði upp á 439 milljónir íslenskra króna en hann er með tölurnar sínar í áskrift og á von á skemmtilegu símtali í fyrramálið.

Finnur ekki eigin­konuna og krefst skilnaðar

Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Sjá meira