Slökkviliðið kannar brunalykt á Grandanum Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla út á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu þeir tilkynningu um að brunalykt væri að finna á Grandanum. 19.12.2021 14:40
Fleiri þingmenn Viðreisnar smitast María Rut Kristinsdóttir, þriðji varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er með kórónuveiruna. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með veiruna á síðustu dögum og nú virðist veiran ætla að ná taki á varaþingmönnum flokksins. 19.12.2021 14:15
Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19.12.2021 13:31
Sóttvarnarreglur brotnar á Baggalútstónleikum: „Talsverð ölvun á mannskapnum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnarreglur hafi verið brotnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar megi meðal annars nefna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í gærkvöldi. 19.12.2021 12:52
Þjóðverjar skikka Breta í sóttkví Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag. 19.12.2021 10:09
Sprengisandur: Bólusetningarskylda, fjárlögin, kristin trú og blóðmerahald Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 19.12.2021 09:44
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19.12.2021 09:28
Slökkviliðið biður fólk að passa sig á „covid fjandanum“ Nóg hefur verið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega og passa sig á „covid fjandanum.“ 19.12.2021 08:43
Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19.12.2021 08:25
Maður barinn til dauða fyrir meint helgispjöll á Indlandi Karlmaður var barinn til dauða í indversku borginni Amritsar, grunaður um að hafa framið helgispjöll í Gullna hofinu. Hofið er heilagasti helgidómur Síka en atvikið átti sér stað þegar Síkar voru við bænir í hofinu. 19.12.2021 08:11