Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30.11.2023 22:30
Þessar sextán spila gegn Slóveníu í dag Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið þá 16 leikmenn sem verða á skýrslu er Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. 30.11.2023 15:20
Stjarna Slóvena verði ekki með gegn Íslandi Ana Gros, ein besta handboltakona heims, verður ekki með slóvenska landsliðinu gegn Íslandi í fyrsta leik liðanna í C-riðli HM kvenna í handbolta í dag ef marka má TV 2 í Danmörku. 30.11.2023 14:39
Langþráður draumur að rætast „Við erum mjög spenntar og kannski aðeins óþolinmóðar,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir um leik Íslands við Slóveníu sem fram fer í dag. Leikurinn verður hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum, líkt og hjá stærstum hluta íslenska hópsins. 30.11.2023 13:00
„Núna er komið að alvörunni“ Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var. 30.11.2023 11:01
Segir illa að sér vegið: „Búin að standa mig mjög vel!“ Það er fátt sem landsliðskonur í handbolta geta sameinast eins mikið um og að Þórey Rósa Stefánsdóttir mæti oftast þeirra seint. Þórey Rósa þvertekur fyrir slíkt. 30.11.2023 09:31
Leikdagur í Stafangri: Fer leikplanið út um gluggann? Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í tólf ár. Slóvenía er andstæðingurinn og mætast liðin klukkan 17:00 í Stafangri í Noregi. 30.11.2023 08:31
„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29.11.2023 23:30
Hélt hún kæmist ekki aftur á stórmót: „Þetta er bara æði“ Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir er afar ánægð með að vera komin á stórmót með íslenska landsliðinu á ný. Hún var þess ekki viss að hún myndi spila á slíku móti aftur. 29.11.2023 22:02
„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29.11.2023 20:00