Valentínusarveisla í Vesturbæ Mörg hatrömm baráttan hefur verið háð er KR og Valur hafa mæst í gegnum tíðina en ástin verður í loftinu þegar þau mætast í kvöld, á Valentínusardag. 14.2.2025 12:46
Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson sneri aftur á körfuboltavöllinn í haust eftir mikil veikindi sem leiddu til þess að móðir hans gaf honum nýra. Hún fékk eiginlegt úrslitavald yfir því hvort hann sneri aftur en hann nýtur sín vel og stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor. 14.2.2025 09:31
Fyrsta tapið í 12 ár Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í liði Wolfsburgar þurftu að þola óvænt tap í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Wolfsburg hefur ekki tapað leik í keppninni í tólf ár. 13.2.2025 15:16
Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum Glódís Perla Viggósdóttir kom Bayern Munchen í forystu snemma í framlengingu er Bayern sló Eintracht Frankfurt úr leik í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. 13.2.2025 13:46
„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. 13.2.2025 13:02
Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Veðmálafyrirtækið Stake, sem auglýsir framan á treyjum Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur misst starfsleyfi á Bretlandi vegna umdeildrar klámauglýsingar. Yfirvöld hafa hótað sektum og jafnvel fangelsisdómum vegna málsins. 13.2.2025 11:06
Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. 13.2.2025 08:01
„Púsluspilið gekk ekki upp“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir. 12.2.2025 15:57
Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. 12.2.2025 13:47
Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Þjóðverjinn Kai Havertz varð fyrir óhappi í æfingaferð Arsenal í Dubai í vikunni og verður frá út tímabilið. Fáir kostir eru í boði framarlega á vellinum fyrir knattspyrnustjórann Mikel Arteta í ljósi meiðslanna. 12.2.2025 11:32