Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Ísland tapaði 22-24 fyrir Færeyjum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. 15.10.2025 21:00
Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í fótbolta ytra. Blikakonur vinna einvígið samanlagt 5-1 og er komið í 16-liða úrslit keppninnar. 15.10.2025 16:50
Fer frá KA í haust Viðar Örn Kjartansson mun yfirgefa Bestu deildarlið KA þegar keppnistímabilinu lýkur í haust. Viðar hefur leikið með félaginu í tvö ár. 15.10.2025 13:45
„Við skulum ekki tala mikið um það“ „Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld. 15.10.2025 13:32
Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Fabio Paratici er snúinn aftur til starfa sem íþróttastjóri hjá Tottenham Hotspur eftir tvö og hálft ár í banni frá afskiptum af fótbolta vegna brota í starfi hjá Juventus. 15.10.2025 11:32
Heimir sagður taka við Fylki Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild. 14.10.2025 14:46
Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. 14.10.2025 11:20
Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Jean-Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrjar í fyrsta sinn landsleik fyrir Frakkland er liðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 13.10.2025 16:18
„Ísland er með sterkt lið“ Mike Maignan, markvörður AC Milan á Ítalíu, mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Kylians Mbappé er Frakkar sækja Íslendinga heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í fótbolta í kvöld. Hann býst við erfiðum leik. 13.10.2025 16:02
„Ekitiké er ekki slæmur“ Hákon Arnar Haraldsson vonast til að fjarvera sterkra leikmanna hjá franska landsliðinu komi sér vel fyrir Ísland er liðin eigast við á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Engir aukvisar koma hins vegar inn í staðinn. 13.10.2025 14:02