Stuðningsmenn West Ham oftast teknir fastir | Manchester-liðin þar á eftir Ólæti fótboltaáhorfenda hafa verið mikið til umræðu á Englandi eftir að takmörkunum sökum kórónuveirufaraldursins var lyft. Bresk stjórnvöld í samstarfi við knattspyrnuyfirvöld stefna á aðgerðir til að takast á við vandamálið. 23.9.2022 08:30
Mourinho slær í gegn í nýju lagi Stormzy José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er í nýju lagi breska tónlistarmannsins Stormzy og á hlutverk í myndbandinu við lagið að auki. 23.9.2022 07:30
„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. 22.9.2022 16:31
Klikkaðist á karnivali á Kanarí Spánverjinn David Silva, leikmaður Real Sociedad og fyrrum leikmaður Manchester City á Englandi, þarf að greiða sekt og bætur eftir að hafa játað sök í ofbeldismáli fyrir spænskum dómstólum. 22.9.2022 16:00
Mayweather vill berjast aftur við McGregor sem er „ekki áhugasamur“ Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather kveðst vilja berjast aftur við írsku UFC stjörnuna Conor McGregor á næsta ári. Þeir tókust á í hringnum árið 2017. 22.9.2022 09:31
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22.9.2022 08:32
Stjórnandi hjá Chelsea rekinn: „Konur þurfa að þola daglega áreitni í þessum geira“ Chelsea hefur sagt upp viðskiptastjóra sínum eftir aðeins mánuð í starfi vegna óviðeigandi skilaboða hans til kvenkyns starfsmanns fyrirtækis sem vann með félaginu. Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi segja málið eitt af fjölmörgum, sem fæst hver eru tilkynnt. 22.9.2022 08:01
Ronaldo ekki á þeim buxunum að hætta: Vill spila á EM 2024 Cristiano Ronaldo hefur greint frá því að hann hyggist spila með Portúgal á næsta Evrópumóti karla í fótbolta sem fram fer eftir tvö ár. Þá verður hann 39 ára gamall. 21.9.2022 16:45
Gyða tók vítið sem Jasmín fiskaði: „Ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta“ Aðeins einu marki munar á þeim Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur í baráttunni um gullskóinn í Bestu deild kvenna. Þær eru liðsfélagar í Stjörnunni og baráttan hertist eftir leik liðsins á mánudag. 21.9.2022 15:31
Blóðtaka fyrir KR: Hallur frá í allt að ár Hallur Hansson, miðjumaður KR og fyrirliði færeyska landsliðsins í fótbolta, meiddist alvarlega í leik KR og Víkings um liðna helgi. Hann verður frá í allt að ár vegna meiðslanna. 21.9.2022 14:31
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun