Verið án félags í þrjá mánuði en valinn í næstbesta landslið heims Varnarmaðurinn Jason Denayer er í landsliðshópi Belgíu fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni þrátt fyrir að hafa verið án félagsliðs í þrjá mánuði. Belgía er í öðru sæti á heimslista FIFA. 21.9.2022 14:01
Snoop Dogg sendi Steelers skýr skilaboð: „Rektu þennan fávita“ Rapparinn Snoop Dogg skráði sig inn í NFL-umræðuna um helgina þar sem hann lét sóknarþjálfara Pittburgh Steelers heyra það á tandurhreinni ensku. 21.9.2022 11:31
„Liðsfélagarnir hafa áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður“ Antonio Rüdiger hefur gengið vel að aðlagast nýju landi og félagi eftir skipti sín frá Chelsea á Englandi til Real Madrid á Spáni í sumar. Hann ber Carlo Ancelotti vel söguna. 21.9.2022 10:31
Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið. 21.9.2022 10:01
Söfnuðu yfir þremur milljónum fyrir formann félagsins eftir fráfall eiginkonu hans Félagið Elliði í Árbæ, varalið Fylkis sem leikur í 3. deild karla í fótbolta, safnaði yfir tveimur og hálfri milljón króna í styrktarsjóð fyrir formann félagins sem missti eiginkonu sína langt um aldur fram á dögunum. 21.9.2022 09:30
„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi. 21.9.2022 09:01
Úr Juventus í flatbökubikarinn í Rochdale Arthur Melo, nýjasti leikmaður Liverpool á Englandi, vinnur í því að komast í leikform eftir skipti hans frá Juventus til félagsins á lokadegi félagsskiptagluggans, þann 1. september. 21.9.2022 08:30
Kristinn Jónsson er látinn Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum á mánudag, 19. september, 81 árs að aldri. 21.9.2022 07:31
„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. 20.9.2022 15:01
Skalli Martins væri ekki löglegur í dag: „Þetta má víst ekki lengur“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, vakti í dag athygli á reglubreytingu sem hefur orðið í alþjóðlegum körfuboltareglum. Martin átti frægan skalla í landsleik Íslands og Portúgal í undankeppni EM fyrir tveimur árum en slíkur skalli telst ekki lengur leyfilegur. 20.9.2022 14:00