Yfirgaf FH eftir bílslys en er nú nýr þjálfari FCK FC Kaupmannahöfn, lið þriggja íslenskra leikmanna, hefur sagt upp þjálfara liðsins Jess Thorup. Fyrrum leikmaður FH tekur við stjórnartaumunum. 20.9.2022 12:01
Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20.9.2022 10:32
Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans. 20.9.2022 09:31
Barcelona skilaði tæplega 14 milljarða gróða Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur tilkynnt um tæplega 100 milljón evra gróða á síðasta ári. Samkvæmt áætlunum verður gróðinn rúmlega tvöfalt meiri á næsta ári. 20.9.2022 09:00
Segist ekki vera að spara sig fyrir HM Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug. 20.9.2022 08:31
Kahn: Erum ekki að leita að nýjum þjálfara Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir framtíð Julians Nagelsmann í þjálfarastöðu karlaliðs félagsins vera örugga. Gengi liðsins hefur verið undir pari í upphafi tímabils. 20.9.2022 08:00
Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20.9.2022 07:30
Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. 16.9.2022 08:01
Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. 15.9.2022 08:31
Frábær frammistaða Allen greind í þaula í fræðsluhorninu Bergþór Phillip Pálsson, leikstjórnandi Einherja, verður sérstakur leikgreinandi Lokasóknarinnar í vetur. Hann greindi nokkur atvik í leik Buffalo Bills og Los Angeles Rams í NFL-deildinni. 14.9.2022 17:02