„Sá alveg fullt af tækifærum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 12:31 Snorri Steinn hefur trú á sínum mönnum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01
„Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00
Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15