Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20.10.2022 15:42
Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20.10.2022 15:39
Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20.10.2022 15:01
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20.10.2022 12:08
Ítrekaður utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi Umhverfisstofnun hefur fengið ítrekaðar ábendingar eða orðið vitni að akstri bifreiða og torfærutækja utan vega við Vigdísarvallaleið og í nágrenni Kleifarvatns. 20.10.2022 10:26
Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. 19.10.2022 15:55
Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19.10.2022 14:27
Norræna hættir að sigla til Íslands yfir háveturinn Norræna mun hætta siglingum til Íslands yfir háveturinn frá og með næsta ári. 19.10.2022 13:12
Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. 19.10.2022 11:04
Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. 18.10.2022 15:15