Þungir dómar í saltdreifaramáli Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. október 2022 15:42 Dómur í hinu svokallaða Saltdreifaramáli var kveðinn upp í dag. Vísir/Vilhelm Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. Halldór Margeir Ólafsson hlaut tólf ára dóm fyrir aðild hans að málinu en Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm. Fjórði maðurinn, Ólafur Ágúst Hraundal, sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmikilli kannabisræktun, ásamt þremenningunum hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu. Fimmti maðurinn, Geir Elí Bjarnason, hlaut tveggja ára dóm fyrir aðild hans að málinu. Gæsluvarðhald sem mennirnir voru úrskurðaðir í vegna málsins kemur til frádráttar. Hann er mættur! stóð í auglýsingu á baksíðu Fréttablaðsins sem Ólafur Ágúst Hraundal hélt fyrir andliti sínu síðdegis.Vísir/Egill Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa, sem Halldór, Guðlaugur og Guðjón voru ákærðir fyrir, og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, sem þremenningarnir auk Ólafar Ágústs voru ákærðir fyrir. Farið var fram á tveggja ára dóm yfir fimmta manninum, Geir Elí Bjarnasyni, sem sakaður var um að hafa séð um fræðilega hlið kannabisræktunarinnar. Ákæruvaldið fór fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir voru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifaranum og umfangsmikla kannabisræktum. Anna Barbara Andradóttir saksóknari segir niðurstöðuna í samræmi við kröfu ákæruvaldsins. Eitt umfangsmesta fíkniefnamálið Halldór Margeir, Guðjón og Guðlaugur Arnar voru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru var því lýst að mennirnir þrír hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í ákæru greinir að um hafi verið að ræða saltdreifara af gerðinni Epoke SW3000, líkt og þann sem sjá má á myndinni. Sá er þó ekki dreifarinn sem um ræðir.Aucteila Í öðrum ákæruliði voru þremenningarnir, ásamt Ólafi Ágústi, ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Um er að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem lögregla hér á landi hefur rannsakað. Götuvirði efnanna er talið nema 1,7 milljarði króna. Fjallað hefur verið ítarlega um málið hér á Vísi. Meðal þess sem komið hefur fram í dómsal er að mennirnir hafi notað hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktunina, hvernig mennirnir höfðu samskipti sín á milli á miðlinum EncroChat, og hvernig bardagaíþrótt kom upp um einn mannanna. Dómsmál Lögreglumál Saltdreifaramálið Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Lögreglumenn lýstu lygilegum rannsóknaraðferðum Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. 21. september 2022 12:00 Neita að hafa átt dulkóðuð samskipti í saltdreifaramálinu Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi og er talið tengjast gríðarstóru peningaþvættismáli, sem er nú til rannsóknar. 19. september 2022 19:22 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Halldór Margeir Ólafsson hlaut tólf ára dóm fyrir aðild hans að málinu en Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm. Fjórði maðurinn, Ólafur Ágúst Hraundal, sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmikilli kannabisræktun, ásamt þremenningunum hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu. Fimmti maðurinn, Geir Elí Bjarnason, hlaut tveggja ára dóm fyrir aðild hans að málinu. Gæsluvarðhald sem mennirnir voru úrskurðaðir í vegna málsins kemur til frádráttar. Hann er mættur! stóð í auglýsingu á baksíðu Fréttablaðsins sem Ólafur Ágúst Hraundal hélt fyrir andliti sínu síðdegis.Vísir/Egill Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa, sem Halldór, Guðlaugur og Guðjón voru ákærðir fyrir, og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, sem þremenningarnir auk Ólafar Ágústs voru ákærðir fyrir. Farið var fram á tveggja ára dóm yfir fimmta manninum, Geir Elí Bjarnasyni, sem sakaður var um að hafa séð um fræðilega hlið kannabisræktunarinnar. Ákæruvaldið fór fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir voru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifaranum og umfangsmikla kannabisræktum. Anna Barbara Andradóttir saksóknari segir niðurstöðuna í samræmi við kröfu ákæruvaldsins. Eitt umfangsmesta fíkniefnamálið Halldór Margeir, Guðjón og Guðlaugur Arnar voru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru var því lýst að mennirnir þrír hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í ákæru greinir að um hafi verið að ræða saltdreifara af gerðinni Epoke SW3000, líkt og þann sem sjá má á myndinni. Sá er þó ekki dreifarinn sem um ræðir.Aucteila Í öðrum ákæruliði voru þremenningarnir, ásamt Ólafi Ágústi, ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Um er að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem lögregla hér á landi hefur rannsakað. Götuvirði efnanna er talið nema 1,7 milljarði króna. Fjallað hefur verið ítarlega um málið hér á Vísi. Meðal þess sem komið hefur fram í dómsal er að mennirnir hafi notað hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktunina, hvernig mennirnir höfðu samskipti sín á milli á miðlinum EncroChat, og hvernig bardagaíþrótt kom upp um einn mannanna.
Dómsmál Lögreglumál Saltdreifaramálið Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Lögreglumenn lýstu lygilegum rannsóknaraðferðum Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. 21. september 2022 12:00 Neita að hafa átt dulkóðuð samskipti í saltdreifaramálinu Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi og er talið tengjast gríðarstóru peningaþvættismáli, sem er nú til rannsóknar. 19. september 2022 19:22 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01
Lögreglumenn lýstu lygilegum rannsóknaraðferðum Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. 21. september 2022 12:00
Neita að hafa átt dulkóðuð samskipti í saltdreifaramálinu Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi og er talið tengjast gríðarstóru peningaþvættismáli, sem er nú til rannsóknar. 19. september 2022 19:22
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent