Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. október 2022 12:08 Liz Truss hefur ekki átt sjö dagana sæla sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Forsætisráðherratíð hennar virðist heldur ekki ætla að endast mikið lengur en það. AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Bretland Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira