Fær ekki að áfrýja dómi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að veita Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni leyfi til að áfrýja átta ára fangelsisdómi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst árið 2021. 14.3.2023 14:03
Fundurinn einn sá einkennilegasti að mati Sigmars Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis. 14.3.2023 13:38
Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 14.3.2023 11:11
Tekist á um tíu milljóna samkomulag í nauðgunarmáli Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að vísa skuli frá dómi ákæru á hendur manni fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að skjal með samkomulagi sem maðurinn og fyrrverandi sambýliskona hans gerðu, sem fól í sér að hann greiddi henni tíu milljónir króna fyrir þau brot sem hann hafi framið gegn henni, flokkaðist sem nýtt sönnunargagn eða ekki. 13.3.2023 14:14
Stal senunni á Óskarnum: „Mamma, ég var að vinna Óskar“ Það voru miklir fagnaðarfundir á sviðinu á Óskarsverðlaunum í nótt þegar leikararnir Ke Huy Quan og Harrison Ford hittust á ný, eftir að hafa leikið saman í Indiana Jones fyrir um fjörutíu árum. 13.3.2023 10:46
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13.3.2023 08:49
Fréttakviss vikunnar: Ertu með á nótunum? Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 11.3.2023 09:01
Einn á sjúkrahús eftir árekstur rútu og mjólkurbíls Bílstjóri rútunnar sem lenti aftan á mjólkurbíl á Þjóðvegi 1 við Þverá í Öxnadal fyrr í dag var fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. Þrjátíu manna hópur ungmenna var um borð í rútunni. 10.3.2023 15:26
Rúta og flutningabíll rákust saman Þjóðvegur 1 um Öxnadal í Hörgársveit er lokaður eftir árekstur rútu og flutningabíls. 10.3.2023 13:34
Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. 10.3.2023 11:33
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent