Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2023 11:33 Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ, og hópur mótmælenda. Vísir/Einar Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira