Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

George Floyd minnst í Minneapolis

Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn.

Guðlaugur segir nú ljóst að framganga Íslands skipti máli

Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs.

Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape

Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins.

Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins

Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa.

Evrópu­ríki huga að af­léttingu ferða­tak­markana

Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní.

Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu

Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 

Ætla sér að prófa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni

Rannsakendur við Oxford-háskóla á Bretlandi ætla sér að prufa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni á tíu þúsund manns til þess að komast að því hvort efnið virki. Nú þegar hafa þúsund sjálfboðaliðar fengið sprautu.

Herjeppinn sem átti að sigra heiminn

Trúlega eru fáar bifreiðar jafn einkennandi fyrir aldamótaárin eins og hinn tröllvaxni Hummer. Þá mátti gjarnan sjá stórstjörnur á borð við Britney Spears, Tupac, Arnold Schwarzenegger og Harry Kewell keyra um á þessum fokdýra jeppa.

Tugir fórust í flugslysinu í Pakistan

Að minnsta kosti þrjátíu og sjö fórust og enn fleiri er saknað eftir að pakistönsk farþegaflugvél brotlenti í íbúðahverfi í borginni Karachi í dag. Þremur hefur verið bjargað enn sem komið er, tveimur farþegum og einum íbúa hverfisins.

Sjá meira