Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2020 09:00 Runescape er enn vinsæll fjölspilunarleikur þrátt fyrir að vera kominn til ára sinna. Mynd/Spineweilder Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum. Leikjavísir Venesúela Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum.
Leikjavísir Venesúela Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira