Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2020 17:20 Cummings sagðist á blaðamannafundinum ekki hafa boðist til að segja af sér. Vísir/AP Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. Cummings fór frá heimili fjölskyldu sinnar í Lundúnum að ættaróðalinu í Durham, í lok mars, þegar kórónuveirutakmarkanir voru sem mestar og fólki hafði verið sagt að halda sig heima eftir fremsta megni. Fáeinum dögum síðar greindi forsætisráðuneytið frá því að hann hefði smitast af veirunni. Málið hefur vakið töluverða reiði á Bretlandi og sömuleiðis spurningar um hvort aðrar reglur gildi um embættismenn en almenning. Tuttugu þingmenn Íhaldsflokksins hafa hvatt Boris Johnson forsætisráðherra til að sparka Cummings en á blaðamannafundi í gærkvöldi kom Johnson ráðgjafa sínum til varnar. Cummings sagðist í dag ekki sjá eftir ákvörðunum sínum, þótt hann skilji vel reiði fólks. Hann hafi þurft að vernda börn sín ef foreldrarnir yrðu báðir fárveikir. „Reglurnar eru óumflýjanlega ekki algjörlega afgerandi og ná til dæmis ekki til þeirra kringumstæðna sem ég var í. Mér fannst þá, og finnst enn, að reglurnar, sérstaklega þær sem fjalla um stöðu lítilla barna í erfiðum aðstæðum, hafi gefið mér svigrúm til þess að taka þær ákvarðanir sem ég tók,“ sagði Cummings. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. Cummings fór frá heimili fjölskyldu sinnar í Lundúnum að ættaróðalinu í Durham, í lok mars, þegar kórónuveirutakmarkanir voru sem mestar og fólki hafði verið sagt að halda sig heima eftir fremsta megni. Fáeinum dögum síðar greindi forsætisráðuneytið frá því að hann hefði smitast af veirunni. Málið hefur vakið töluverða reiði á Bretlandi og sömuleiðis spurningar um hvort aðrar reglur gildi um embættismenn en almenning. Tuttugu þingmenn Íhaldsflokksins hafa hvatt Boris Johnson forsætisráðherra til að sparka Cummings en á blaðamannafundi í gærkvöldi kom Johnson ráðgjafa sínum til varnar. Cummings sagðist í dag ekki sjá eftir ákvörðunum sínum, þótt hann skilji vel reiði fólks. Hann hafi þurft að vernda börn sín ef foreldrarnir yrðu báðir fárveikir. „Reglurnar eru óumflýjanlega ekki algjörlega afgerandi og ná til dæmis ekki til þeirra kringumstæðna sem ég var í. Mér fannst þá, og finnst enn, að reglurnar, sérstaklega þær sem fjalla um stöðu lítilla barna í erfiðum aðstæðum, hafi gefið mér svigrúm til þess að taka þær ákvarðanir sem ég tók,“ sagði Cummings.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59