fréttaþulur

Telma Tómasson

Telma er fréttamaður og fréttaþulur á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fleiri stelpur týndar en áður

Nýjum einstaklingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár, í hópi barna með fjölþættan vanda sem lögreglan leitar að hverju sinni. Þá eru breytingar í kynjahlutföllum áberandi nú um stundir, týndar stúlkur voru marktækt fleiri en drengir á síðasta ári. Lögreglumaður segir þessa þróun ekki góða.

Gummi lögga er maður ársins 2025

Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól.

Al­var­lega slasaður eftir véls­leða­slys á Lang­jökli

Erlendur ferðamaður slasaðist alvarlega í vélsleðaslysi á Langjökli um miðjan dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um korter í þrjú vegna slyssins og flutti manninn á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi.

Svikahrappurinn gripinn glóð­volgur og grunaður um fleiri svik

Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot.

Gæti komið til lokana á vegum

Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi.

„Þetta fór eins vel og kostur var“

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var.

Telja sig vita hvernig maðurinn lést

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum.

Sjá meira